Húnavaka - 01.05.2009, Page 124
H Ú N A V A K A 122
SIGURÐUR J. ÁGÚSTSSON frá Blönduósi:
Útfirðingaannáll
Litið við hjá útfirðingum
Á síðum Húnavökunnar 2005 fór skrásetjari þessa pistils hús úr húsi fyrir innan á og sagði
frá íbúum þar eftir minni.
Héraðshælið var ekki nefnt til sögunnar, var þó margt fólk þar búsett sem mætti nefna,
bæði læknar, hjúkrunarfólk og annað starfsfólk, auk íbúanna á ellideildinni. Héraðshælinu
verð a ekki heldur gerð skil nú, þess í stað farið framhjá og haldið úteftir - út fyrir á.
Eins og Thames skiptir London og Signa París, þannig skiptir Blanda bæn-
um okkar, Blönduósi, í tvö samfélög.
Eftir að hafa farið hús úr húsi á vinstri bakkanum fyrir innan á, þá verður
nú farið út fyrir á og litið við hjá útfirðingum.
Minnumst þess að fyrri brúin yfir „farartálma Húnvetninga“ var byggð árið
1897 og meðal brúarsmiða var séra Jónmundur, síðasti prestur á Stað í
Grunna vík. Hjá honum var séra Árni Sigurðsson, síðar sóknarprestur á
Blöndu ósi, ungur aðstoðarprestur. Núverandi brú kom árið 1963.
Þegar skrásetjari man fyrst eftir sér, þá eru ekki mörg íbúðarhúsin fyrir utan
á en þeim fer þó einmitt ört fjölgandi á næstu árum.
Strax er komið að barna skól-
an um sem var stórhýsi, byggt
fyr ir 60 árum og teiknað af
Guðjóni Samúelssyni. Þegar
skrásetjari hóf skólagöngu þar
voru bekkja deildirnar þrjár,
yngsta-deild, mið-deild og efsta-deild.
Kennararnir á þessum tíma voru
Steingrímur Davíðsson skólastjóri
og Björn Bergmann kennari, þeir
voru kjölfesta skólans. Aðrir
kennarar voru ekki eins samgrónir
stofnun inni.
Þegar skrásetjari lauk þar
göngu sinni þá var skólastjóri Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi á
Strönd um, gjörvulegur maður á velli og eftirminnilegur skólamaður. Hann
Gamla Blöndubrúin var byggð árið 1897.
Myndin er tekin 23. febrúar 1961. Ljósm.: SJÁ.