Húnavaka - 01.05.2009, Síða 125
H Ú N A V A K A 123
kom á fót lands prófs-
deild og setti metnað
sinn í að koma ungl-
ingum til framhalds-
náms. Honum til
halds og trausts við
það verk var Stefán
Á. Jónsson á Kagaðar-
hóli, löngum ritstjóri
Húnavökunnar, þess
merka rits, sem komið
hefur út samfleytt
síðan 1961 og rekur
upphaf sitt einmitt til
kennara stofunnar í
Barnaskóla Blöndu-
óss.
Kennarar sem áttu
þátt í að koma skrásetjara í gegnum skólakerfið á Blönduósi voru auk fyrr-
nefndra, Jósafat Sigvaldason, Björn Kristjánsson á Húnsstöðum, Rúdólf úr
Reykjavík, Silja Aðalsteinsdóttir úr Reykjavík (á háum leðurstígvélum), þá
Gréta á Húnsstöðum og Pálmi Jóhannesson af Akranesi, hönnuður Kára-
hnjúkastíflu. Þetta fólk á þakkir skildar fyrir þrautseigju og alúð.
Ekki verður tölu komið á alla leikfimikennarana sem komu til starfa frá
fjarlægum stöðum, að eins getið þess fyrsta sem sögu maður man eftir, það var
Jóhann Daníelsson úr Svarfaðar dal, söngv ari og listamaður. Jafn framt því að
kenna leikfimi, bæði í barna- og kvennaskólanum tók hann þátt í leiksýning um
með leikfélaginu á Húna vöku.
Þegar farið er fram hjá barna-
skólan um og upp Stein gríms hall-
ann, sem var í þá daga töluverð
brekka, er komið að því háreista
húsi, Sval barði. Þar er nú rekið
blátt veitingahús með myndar-
brag. Í Svalbarði var alltaf mann-
margt. Það var skóla stjóra húsið
og Stein grímur og Helga áttu
mörg börn. Þau voru upp komin
þegar skrá setjari komst á legg og
flest flutt burtu, nema Sigurgeir
tannlæknir og systurnar Ninna og
Fjóla sem bjuggu á Blönduósi. Á
öllum betri bæjum í sýslunni var til ljósmynd af skólastjórafjölskyldunni, það
er glæsilegur prúðbúinn 12 barna hópur á þeirri mynd.
Það var líka margt fólk í þessu húsi í skólastjóratíð Þorsteins Matthíassonar.
Svalbarð, skólastjórabústaður en þar bjuggu m.a. Steingrímur
Davíðsson og Þorsteinn Matthíasson. Ljósm.: SJÁ.
Á kennarastofunni. Lovísa Einarsdóttir, Silja
Aðalsteinsdóttir, Björn Kristjánsson og Stefán Á.
Jónsson. Ljósm.: SJÁ.