Húnavaka - 01.05.2009, Page 126
H Ú N A V A K A 124
Hann og Jófríður Jónsdóttir frá Ljárskógum,
systir söngvaskáldsins í MA-kvartettinum,
áttu synina Matthías, Halldór og Jón (séra
Jón í Mosfellsbæ). Auk þeirra var fjöldi
fólks sem leigði þar herbergi og var í fæði,
til lengri og skemmri tíma, bæði kennarar
og nemendur. Skrásetjari nefnir kennarana
Björn Bergmann og Stefán á Kagaðarhóli,
bræðurna Jóhannes og Jón á Torfalæk,
Guðbjörgu, Hafþór og Eyjólf að sunnan,
Hrafnhildi úr Dölunum, Ingunni frá
Geitaskarði og Önnu Rósu úr Hornafirði,
skrásetjari man best eftir Önnu Rósu. Þá
má nefna Gest Guðmundsson, rafvirkja,
söngvara og íþróttagarp úr Svarfaðardal
og Unnstein Pálsson, smið og leigubílstjóra
frá Hvarfi í Víðidal.
Þar sem nú er verslunarhús Samkaupa var fótboltavöllur og þar sem nú er
Félagsheimili Blönduóss voru móar og melar.
Hús Péturs Péturssonar og Bergþóru frá Köldukinn reis snemma en annars
var langt á milli húsa þarna á þeirri tíð sem sögumaður man fyrst eftir sér á
núverandi Húnabraut.
Það er sumar, gríðarmikill skurður hefur verið grafinn út eftir götunni og
þarna vinnur fjöldi karla. Var þar hreppurinn að leggja vatn og skolp? Þegar
skurðinum hafði verið lokað hófust menn handa við að byggja hús meðfram
Húnabrautinni, aðeins fyrr höfðu risið hús á bakkanum við Árbrautina.
Á þessum tíma byggði varla nokkur maður fyrir innan á. Unga fólkið flutti
Þorsteinn Matthíasson skólastjóri.
Ljósm.: SJÁ.
Landsprófsstúlkur veturinn 1962 - 1963. Kristín Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Aradóttir,
Agnes Svavarsdóttir, Þóra Kristjánsdóttir, Ida Sveinsdóttir og Hulda Baldursdóttir.
Ljósm.: Skarphéðinn Ragnarsson.