Húnavaka - 01.05.2009, Page 127
H Ú N A V A K A 125
út eft ir og aðkomufólkið
og fólkið úr sveitunum
sett ist líka að fyrir utan
á þannig að húsunum
fjölgaði ört.
Eins og áður segir þá
reis hús Péturs Péturs-
son ar snemma. Pétur,
sem kenndur var við
Bolla staði og Bergþóra
(Búlla) frá Köldukinn
áttu börnin; Þórunni,
Kristján, Pétur Arnar
og Guðrúnu, auk þess
dvaldi frændinn, Pétur
Jónsson, þar lang dvöl-
um og líka Unnur frá
Bollastöðum, fóstra hús-
bóndans. Hann vann á skrifstofu kaupfélagsins, var vinsæll og vel látinn og sat
í hreppsnefndinni um tíma. Það gerði síðar sonurinn, Pétur Arnar, með
myndarbrag.
Hús Ölmu og Sveins í Mjólkurstöðinni og hús prestsins komu seinna og eins
hús bankans en það hús byggði Húnfjörð og rak þar verslunina Húnakjör áður
en Búnaðarbankinn flutti þangað úr gamla samkomuhúsinu.
Það voru Vatnsdælingarnir, Sigþrúður og Benedikt Blöndal, sem byggðu
hús nr. 3 ásamt Sigfúsi Þorsteinssyni ráðunaut og Auðbjörgu frá Vatnahverfi.
Binni og Sissa fluttu suður með dæturnar, Sigríði og Guðrúnu en Sigfús og
Auðbjörg austur á land með Þorstein, Ástu, Ingibjörgu og Ómar.
Guðmundur Theódórsson úr Brúarlandi fyrir innan á og Elín Grímsdóttir
Landsprófsdeildin 1964 - 1965. Ásdís, Ingunn, Þóranna,
Anna, Pétur, Þorvaldur, Eyjólfur og Brynja. Ljósm.: SJÁ.
Guðmundur Theódórsson (Lilli) við þurrmjólkurvélina vinsælu. Ljósm.: Unnar.