Húnavaka - 01.05.2009, Síða 128
H Ú N A V A K A 126
frá Kollsvík í Rauða sandshreppi byggðu sér hús
við hliðina á Pétri og Búllu. Hann vann í Mjólk-
urstöðinni og bjó til þurrmjólk. Það var sport í
því að fá þurr mjólkurvindil úr þurrkaranum til
að maula hjá Lilla. Þegar hann settist í bæjarstjórn
Blönduóss fluttu dæturnar í Skagafjörð til að
stjórna mönnum og málefnum í því fagra
héraði.
Þorvaldur Ásgeirsson og Sigurborg Gísladóttir
voru í næsta húsi á Árbrautinni og kölluðu það
Hvanná. Þorvaldur var líka að innan, sonur
Ásgeirs múrara í Ásgeirshúsi, sem ranglega var
ættfærður af skrásetjara í innfirðingaannáli í
árgangi 2005 af Húnavöku. Ásgeir var bróðir
konu Þórarins á Hjaltabakka.
Börn Boggu og Tolla eru Ásgeir, Hrefna og
Olgeir. Hrefna er búsett í Trékyllisvík og hefur
sem aukabúgrein rekstur minjasafns í túnfætinum
á Árnesi. Ásgeir er múrarameistari í Vestmannaeyjum og hneigist til málara-
listar með árunum. Hann og sögumaður voru leikfélagar og góðir vinir á
unglingsárunum.
Tolli, húsbóndinn á heimilinu, vann á vélaverkstæðinu Vísi á þeim tíma.
Hann hafði góða söngrödd og tók oft lagið þegar vel lá á honum, hann söng
líka í kórum og kvartettum. Hann var efnilegur boxari þegar sú íþrótt var
stund uð hér á landi, tók þátt í Íslandsmeistaramóti í þeirri grein og náði
langt.
Í næsta húsi á bakk an um bjuggu Evensen hjónin, Einar og Anne, bæði hálf
norsk og hálf íslensk. Einar var einn af eigendum og stofn endum Trésmiðjunnar
Fróða og um árabil var varla byggt það hús á Ósnum að hann kæmi ekki þar
við sögu. At hafna semin fylgir af kom endunum svo sem sjá má á rekstri Bláa
húss ins.
Einar í Sandinum og Arndís úr Hrútafirð inum voru í næsta húsi, það er
húsið sem þau áttu áður en þau byggðu nýja húsið á milli Lilla og Tolla.
Einar var kappi mikill í frjálsum íþróttum, sveitarstjóri og athafnasamur
kaupmaður. Sögumaður vann barnungur hjá hreppnum við skurðgröft og
fleiri stórvirki þegar Einar var verkstjóri verklegra framkvæmda. Honum var
lagið að halda okkur að vinnu, drengjunum. Einnig var hann prófdómari á
leikfimiprófum í barnaskólanum, það var virðulegt starf í augum okkar
nemenda, skrásetjari fékk 8,5 í leikfimi á barnaprófinu hjá Einari.
Þeir nábýlingar, Einar og Einar, voru líka popparar þess tíma, þeir voru í
hljómsveitinni Einurunum og spiluðu fyrir dansi við miklar vinsældir í
héraðinu öllu (svo tóku Móbergsbræður við). Listfengið og athafnasemin erfist
líka til afkomendanna, sem sér stað í íslenska tónlistarheiminum, svo og við
rekstur bestu steinullarverksmiðju á Íslandi, þar sem sonurinn, Einar Einarsson,
Þorlákssonar kemur við sögu.
Þorvaldur Ásgeirsson söngmaður
og boxari. Ljósm.: Skarphéðinn
Ragnarsson.