Húnavaka - 01.05.2009, Page 129
H Ú N A V A K A 127
Þegar Einar og Dísa seldu húsið sitt kom Sveinbjörn Atli frá Syðra-Hóli og
Ása og settust þar að. Atli spilaði ekki á harmonikku en safnaði vísum og öðr-
um fróðleik um leið og hann bjó til nagla í naglaverksmiðjunni eða afgreiddi
timbur og gler í Pakkhúsinu. Um tíma mun hann hafa þjálfað séra Hjálmar
dómkirkjuprest í vísnagerð þegar þeir unnu saman í nagla verk smiðj unni. Hús-
ið hans Atla hvarf síðan inn í nýja húsið sem Sigursteinn læknir byggði sér á
bakkanum.
Óskar Sövik og Solveig voru í stóra húsinu á bakkanum, næsta við hús
Einars, eða Atla og Sigursteins. Solveig kenndi matreiðslu við Kvennaskólann
til fjölda ára. Hún kom úr Þingeyjarsýslu með mat argerðarlistina og tónlistina.
Hún var kirkju organisti í
Blöndu ósskirkju um langt
skeið. Skrásetjari fylgd ist
barn ung ur með æfing um
kirkjukórsins á söng loft-
inu í kirkj unni þar sem
Solveig steig orgelið.
Sövik kom frá Noregi,
raffræðingur, með mikla
og góða reynslu við upp -
setningu véla í virkj unum.
Hann var sér fræð ingur
við end ur bygg ingu Lax ár -
vatnsvirkjunar og stjórn -
aði rafmagnsmál um
sýsl unn ar þar til Ásgeir
Jónsson kom og varð
rafveitustjóri á svæðinu og bjó í Rarikhúsinu við Árbrautina, skáhallt á móti
Sövik. Eftir það gerði Sövik við þau rafmagnstæki sem biluðu í héraðinu,
sérstaklega gömlu lampaútvörpin.
Skrásetjara er minnisstætt þegar Sövik kom með sín rafmagnstól og tæki og
tengdi við freðnar vatnslagnir í gamla samkomuhúsinu. Á yfirnáttúrulegan
hátt bráðnaði ísstíflan og vatnið fór að buna. Upp frá þessu leit skrásetjari á
Sövik sem galdramann. Galdramaðurinn átti líka flottasta Buickinn sem sést
hafði norðan heiða. Hann var geymdur í árafjöld, innpakkaður í striga, í
rafstöðinni utan við kolaport KH. Þá sjaldan bíllinn var notaður var sett
bensín á hann hjá Shell, fyrir innan á og það var með lotningu sem skrásetjari
dældi bensíninu á þann eðalvagn. Bíllinn er nú ein helsta skrautfjöður Forn-
bílaklúbbsins í Reykjavík og ber númerið R-121.
Nú er að segja frá Bjarna Einars, móðurbróður bræðranna í Sandinum.
Hann ólst upp á Einarsnesi fyrir innan á og síðan í Sandinum. Hann byggði
húsið á Árbrautinni 1947 og bjó þar með móður sinni. Hann var vélgæslumaður
í frystihúsi KH. Þar passaði hann líka lyklana að „hólfunum“, þ.e. frystihólfunum
þar sem fólk geymdi matvæli sín fyrir daga frystikistunnar.
Skrásetjari fór í kompuna til Bjarna, fékk lykil nr. 52 og sótti sviðahausa og
Buickinn sem Óskar Sövik átti. Ljósm.: SJÁ.