Húnavaka - 01.05.2009, Side 131
H Ú N A V A K A 129
fyrir fjölskylduna á Bræðraborgartúninu. Húsið var að því leyti tilraunahús að
í stað bárujárns á þaki var trefjaplast frá trefjaplastverksmiðjunni á staðnum.
Þetta var athyglisverð tilraun og lofsverð, þótt hún tækist kannski ekki eins vel
og vonir stóðu til. Sýnir þetta að minnsta kosti áræðni og athafnavilja Péturs
og Dídíar. Athafnasemin hefur síðan færst yfir á synina sem eru verktakar á
landsvísu.
Utan við Bræðraborg er húsið Sólbakki. Gerða Helgadóttir og Svavar
Pálsson, vörubílstjóri og síðan bifreiðaeftirlitsmaður, bjuggu þar. Þetta var
góður staður fyrir Pál, væntanlegan mjólkurbússtjóra, að alast upp á en Brynja
flutti til Siglufjarðar. Í vesturendanum bjuggu hjónin, Einar og Davía. Hann
hafði titilinn vélamaður og hún var færeysk. Hjá Davíu lærði skrásetjari að
drekka te en te var ekki algengur drykkur á þessum árum á Blönduósi, að
minnsta kosti ekki fyrir innan á.
Þetta gerðist þannig að skrásetjari fór snemma morguns með Kristjáni
Jónassyni, sem oft dvaldist langdvölum á heimili hans, yfir Blöndu á ísi til að
gefa kindum. Hver átti þær kindur er ekki alveg víst, gæti þó hafa verið
áðurnefndur Pétur Þorláksson athafnamaður í Vísi. Kristján sá um gegningar
í einhvern tíma og skrásetjari fór oftsinnis með til þeirra verka. Þá var komið
við hjá Einari og Davíu og drukkið morgunte með miklum sykri. Synirnir,
Guðmundur og Harry, voru þá farnir burtu til vinnu og náms fyrir sunnan en
Herdís hefur verið í foreldrahúsum og vön tedrykkju.
Á þessum árum voru ekki komin hús norðan við Árbrautina en þess var ekki
langt að bíða. Rafveitustjórahúsið reis yfir Ásgeir Jónsson og dugir nú vel fyrir
soninn Hauk, sem yfirtók embætti föður síns og húsið. Haukur sér nú til þess
að Blönduósingar hafi alltaf ljós og yl í húsum sínum.
Þarna byggði líka Guðmundur Einarsson, einnig Sigvaldi Torfason olíu-
bílstjóri og Sigurbjörn Þorláksson, fjórði Vísisbróðirinn úr Sandinum.
Sögumaður man eftir að hafa trillað steypu í hjólbörum við þá byggingu og átt
fullt í fangi með börurnar, það var sumarið sem sögumaður vann við
byggingavinnu hjá Fróða hf, mest í grunni nýju kaupfélagsbyggingarinnar.
Á móti Sólbakka stóð smíðaverkstæði Fróða. Það var vinnustaður margra
athafnasmiða. Síðan komu nokkrar geymsluskemmur í röð upp að Véla-
verkstæðinu Vísi. Ein geymslan geymdi rör og fittings fyrir Vatnsveitu Blöndu-
óss og þangað átti skrásetjari stundum erindi. Þar sem þessar geymslur stóðu
er nú risið stórhýsi sem kallað er Fróðahúsið eða Ósbær.
Bræðurnir í Sandinum, Valdi og Pétur í Bræðraborg, áttu og ráku Vísi. Það
var ekki ósjaldan sem bílar Ágústs bílstjóra þurftu aðhlynningar við í Vísi, bæði
„stóra“ rútan H-10 og vörubíllinn H-8, Chevrolettar af árgerð 1943 og 1947.
Það þurfti oftast bæði gas og súr til viðgerðanna. Þorlákur afgreiddi vara-
hlutina, þar á meðal bæði koil og köttát. Mörg þjóðþrifamálin voru rædd við
afgreiðslu borðið í varahlutaversluninni. Þar varð síðar verslunin Vísir,
matvöruverslun Einars Þorlákssonar og fjölskyldu.
Sögumaður er nú aftur staddur við Svalbarð, skólastjórahúsið. Það er búið
að moka ofan í stóra skurðinn og hvert húsið við annað rís meðfram
Húnabrautinni.