Húnavaka - 01.05.2009, Síða 133
H Ú N A V A K A 131
Að baki húss Dússa og
Grétu reis hús Kristjáns
Blönd als og Svövu Leifs-
dótt ur, þau bjuggu áður í
Hreppshúsinu fyrir innan.
Kristinn, kennari frá
Skagaströnd og Guðný
Páls dóttir, Geirmunds son-
ar í Mosfelli fyrir innan á,
byggðu næsta hús, þá
Hauk ur Jóhannsson frá
Breiðavaði og Ragna,
systir Guðmundar Theo-
dórs son ar. Haukur var
gröfu mað ur og hafði ný -
lega keypt sér hjólaskóflu
þegar þau hjón tóku sig
upp og fluttu suður, mest til að selja varahluti í japanska bíla. Þá komu í húsið
hjónin Lilla Frigga úr Hreppshúsi og Sigtryggur símamaður Ellertsson frá
Sléttu. Á eftir þeim þau Ástdís og Sveinn Þóra.
Rauða húsið er hús Skúla Páls og Nönnu Tómasar. Þau hjón voru bæði
listræn og skemmtileg og tóku virkan þátt í störfum Leikfélags Blönduóss.
Skrásetjari vann mörg sumur í símavinnuflokki hjá Skúla og bjó fyrst í
tjaldbúðum og síðan skúrum, þar sem Nanna sá um eldamennskuna.
Vinnusvæðin voru Húnavatnssýslurnar báðar og Strandasýsla, einnig Norður-
Þingeyjarsýsla um tíma og stundum var skroppið í Dalasýslu og Skagafjörð.
Þarna var mikið mannval góðra drengja og nefni ég bara nokkra. Byrja á
Sigtryggi Ellertssyni sem var elstur og reyndastur, þá Baldur Valgeirsson og
Guðmundur Arason, Karl Helgason, bræðurnir Skarphéðinn og Jón Karl
Einarssynir, tvíburarnir Ellert og Jakob frá Neðri-Lækjardal og Hafþór
Sigurðsson frá Hafursstöðum, einnig Jón Stefnir rakarameistari og Sigurður
Hermannsson starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í fjarlægum löndum, Jón
Guðmundsson frá Hofsósi og Loftur flugumferðastjóri frá Hólmavík.
Þessi gjörvilegi hópur ungra manna lærði að vinna undir hressilegri stjórn
Skúla sem var hvort tveggja, strangur verkstjóri og gamansamur félagi. Í
skúrunum á kvöldin og um helgar var oft glatt á hjalla og lagðar stundir á
ýmsa skemmtan, tónlist, íþróttir og bókmenntir. Nanna var matráðskonan,
eða húsmóðirin og hafði aðstoð af börnum sínum, þeim Ingibjörgu og Páli.
- Þetta voru stórskemmtilegir tímar.
Í næsta húsi bjuggu foreldrar Nönnu, þau Tómas og Ingibjörg, síðar
Ragnar Ingi sonur þeirra, með Önnu frá Hofsósi ásamt börnum. Ingibjörg
Vilhjálmsdóttir var úr Svarfaðardalnum, listræn handavinnukona. Tómas
vann á skrifstofu KH vel og lengi, líklega manna lengst. Hann kalla ég lista-
mann, bæði leikara og skáld. Hann var formaður leikfélagsins í árafjöld, aðal-
leikari og leikstjóri. Skrásetjara er hann mjög minnisstæður á leiksviði gamla
Símaflokkurinn. Hafþór, Siggi Gústa, Skarphéðinn, Skúli
krjúpandi, Elli, Jón Guðmundsson, Nanna, Kobbi,
Linda, Palli Skúla, Loftur og Siggi Hermanns.
Ljósm.: SJÁ.