Húnavaka - 01.05.2009, Page 134
H Ú N A V A K A 132
samkomuhússins fyrir innan á og reyndar líka í
félagsheimilinu. Sögumaður og Ragnar Ingi áttu
margar stundir saman baksviðs og á æfingum
leikfélagsins.
Það verður að skjóta því að hér að þegar skrá-
setjari horfir nú á dögum á tónlistarmanninn
Tóm as R. Einarsson flytja list sína, þá kemur
afinn upp í hugann, það er sami svipur og sömu
hreyfingar.
Þegar Baldur Sigurðsson og Kristín fluttu úr
Hreppshúsinu, með Huldu og Sigga, byggðu þau
við hliðina á Tómasi og Ingibjörgu. Baldur var í
vöru- og mjólkurflutningum, vann síðan í Vél-
smiðj unni.
Hallbjörn Kristjánsson smiður og Guðrún
Elsa (Gurra úr Dýrafirðinum) byggðu næsta hús.
Hann var einn af eigendum Fróða, síðan umsvifamikill heildsali og
athafnamaður á staðnum.
Ásta og Jón Hannesson úr Vatnsdalnum og Ingibjörg frá Akri og Guð-
mundur Jónsson, Gúi á Sölvabakka, byggðu tvíbýlishúsið nr. 22 við Húna-
brautina. Þeir eru eftirminnilegir dugnaðarforkar og unnu í sláturhúsinu á
haustin og það gerðu konur
þeirra líka. Sá fyrr nefndi
varð síðar umsvifa mikill verk-
taki og at hafna maður í
héraðinu. Jón arkitekt Guð-
mundsson hefur sennilega
byrj að ung ur þarna á efri-
hæðinni að úthugsa teikn-
ingar af framtíðar íþróttahúsi
og sundlaug fyrir staðinn.
Í næsta húsi bjó kaup félags-
stjórinn, Jón Baldurs og
Arndís (Dúfa Baldurs) kona
hans. Hér eru þau orðin
fullorðin og komið er að lok-
um farsæls ferils við rekstur kaupfélagsins og sölufélagsins. Þegar hann hætti
sem kaup félagsstjóri opnuðu þau bókabúð á neðri hæðinni, í samkeppni við
Þuríði Sæmundsen fyrir innan á.
Jónas Tryggvason og Þorbjörg Bergþórsdóttir kennari eiga næsta hús. Þar
er líka verslun á jarðhæðinni. Jónas selur húsgögn og ýmsar vörur úr
Blindraiðjunni Björk sem hann á og rekur. Jónas var sem kunnugt er blindur
frá æsku en lét það lítt aftra sér frá daglega lífinu. Hann átti sína „hörpu í
hylnum,“ orti ljóð og samdi lög, stjórnaði kórum, kvartettum og sextettum.
Þannig var hann burðarás í menningarlífinu. Þau hjón arfleiddu tónlistarfélag
Tómas R. Jónsson, leikari og
leikstjóri. Ljósm.: Unnar.
Ragnar Ingi og Karl Helgason við bíl Tómasar.
Ljósm.: Skarphéðinn Ragnarsson.