Húnavaka - 01.05.2009, Page 136
H Ú N A V A K A 134
við Húna brautina. Ein ar var ein mesta minka- og refaskytta sem sögur fara af,
stundaði veiðiskap af áfergju og hafði af því lífsviðurværi og lífsfyllingu til
síðustu stundar. Það voru hans forréttindi.
Skrásetjari á minningar úr kjöthúsi sláturhússins þar sem þau hjón gegndu
ábyrgðarstörfum og voru gleðigjafar. Synir þeirra hafa glatt unga sem aldna
með list sinni og tónlistarkennslu. Það fara sögur af því að á neðri hæð hússins
hafi mörg bítla plat an verið gat spiluð á sjöunda ára tugn um og Jón Karlsson,
leigj andi, hafi á stund um mátt þola andvöku nætur. Þarna voru líklega lögð
drög að hljómsveitinni Sveitó.
Guðrún úr Svarf aðardal og Sigurður Kr., bróðir Immu, bjuggu í næsta húsi.
Hann var smiður og einn af eigendum Fróða. Því byggði hann sitt hús sjálfur
og vandaði vel. Hann rak líka Byggðatryggingu hf., hið húnvetnska trygg-
ingafélag, af eljusemi. Auk þessa mun hann hafa tekið ljósmyndir af öllu því
helsta sem fram fór í héraðinu á þessum árum.
Guðbjartur ráðunautur flutti í húsið þeirra Skúla Jakobs og Gunnhildar
þegar hún flutti til Selfoss með synina Jakob, Þórmund og Vilberg eftir fráfall
Skúla. Skúli var lærður mjólkurfræðingur og vann í Mjólkurstöðinni, hafði
numið í Danmörku og unnið í Hitlers Þýskalandi öll stríðsárin. Hann kom
heim með fyrstu ferð eftir stríð, 10. júlí 1945. Hann var altalandi á mörg
tungumál og kunni einnig fingramál. Minný var leiðtogi kvenskátastarfsins á
staðnum og vann sem slík lofsvert uppeldisstarf.
Ottó, Kristín og Ingileif Elísabet bjuggu í Tungu, húsi foreldra sinna,
Ingibjargar og Finns frá Skrapatungu. Finn ur var í kjötinu, Ottó lærði og vann
hjá Kristjáni í Stíg anda, vandaður mað ur og vandvirk ur smið ur. Sída af greiddi
í kau p fél ag in u og vann síðan á skrif stofunni en Bebe var gift Sigvalda olíu-
Hljómsveitin Sveitó. Skarphéðinn Einarsson, Þorlákur Þorvaldsson, Skarphéðinn
Ragnarsson, Baldur Valgeirsson, Sigurður Baldursson og Jón Karl Einarsson.
Ljósm.: Skarphéðinn Ragnarsson.