Húnavaka - 01.05.2009, Síða 137
H Ú N A V A K A 135
bílstjóra. Þau hjón fluttu síðan á Ár braut ina eins og áð ur er getið. Hann ók
Esso bensíni og olíu á bensínstöðvar og á flesta sveitabæi í hér aðinu og var
sér lega hjálpsamur og eftir minnilegur dugn aðarforkur, kom inn vestan úr
Dalasýslu, frá skáldmæltu fólki í Hvítadal.
Hjálmar Pálsson og Sigríður Þórdís (Sídý) byggðu næsta hús, hún að
sunnan, hann sonur Páls Geirmundssonar í Mosfelli fyrir innan á. Hjálmar og
Zóphónías yngri stunduðu saman vöru flutninga milli Blönduóss og Reykja-
víkur um tíma og allt af síðan átti Hjálm ar vörubíl og stundaði vegavinnu og
verktöku og það gerði Sigurður, sonur hans, líka.
Það er komið að
kaupfélagsstjóra hús-
inu. Þar bjó Jón Bald-
urs kaup félags stjóri
lengst af en flutti
síðan á Húna braut
24 eins og áð ur er
getið. Alma og
Sveinn mjólkur bús-
stjóri bjuggu á neðri
hæðinni þar til þau
fluttu í nýja húsið sitt
á Húnabraut 1.
Ólafur Sverrisson
tók við kaupfélaginu
af Jóni og bjó í hús-
inu meðan hann gegndi starfi kaup félagsstjóra. Það voru góðir tímar hjá
kaupfélögum þau ár sem hjónin, Anna og Ólafur, sátu að Kaupfélagi
Húnvetninga. Kaupfélagið hafði lengi verið burðarás atvinnu- og menningarlífs
á staðnum og í héraðinu öllu og það hélt áfram að vera það undir stjórn Ólafs
enda voru uppgangstímar í landbúnaði. Hann jók við alla starfsemi, byggði
verslunar- og skrifstofuhúsið á gamla fótboltavellinum og endurbætti sláturhúsið
svo eitthvað sé nefnt. Fjölskyldan flutti síðan í Borgarnes og efldi þar starfsemi
kaupfélagsins áður en þau fóru til Reykjavíkur til að stjórna SÍS.
Öll þessi húsaruna, sem rakin hefur verið, stendur norðanmegin við
Húnabrautina. Áður en lengra er haldið er rétt að færa sig yfir götuna og feta
sig eftir oddatölunúmerunum og byrja á húsi Kára Snorrasonar. Kári og Kolla
fluttu úr Hreppshúsinu fyrir innan á og í stórt hús sem þau reistu við
Húnabraut nr. 11. Kári vann aðallega í mjólkursamlaginu meðan þau byggðu
þetta stóra hús. Hún vann heima, þ.e. sá um heimilið, fæddi börn næstum á
hverju ári og rak þvottahúsið, þ.e. Efnalaugina Blöndu, á neðri hæðinni. Þau
hjón sýndu strax mikinn dugnað og eljusemi, sem síðar kristallaðist í
sjávarútvegsfyrirtækjunum, Hafrúnu og Særúnu, sem þau ráku vel og var
Særún einn aðalmáttarstólpi atvinnulífsins á staðnum um langt skeið. Næsta
hús fyrir utan var Pólarprjónshúsið, Sjálfstæðishús og símstöð, einnig nýja
íbúðarhús Þorvaldar í Vísi.
Útbærinn. Hús samvinnufélaganna áberandi. Næst okkur eru
Skuld, Ásgarður, Baldursheimur, Rafstöðin og Kolaportið.
Ljósm.: Skarphéðinn Ragnarsson.