Húnavaka - 01.05.2009, Page 139
H Ú N A V A K A 137
ur í beinni línu frá Ár -
brautinni og heim að
skól anum. Þetta voru leið
mis tök í skipulagsmálum
að mati skrásetjara og enn
verra var þegar langt og
ljótt geymslu- og kynd ing-
arhús var sett niður framan
við bygginguna, þá var
burtu öll reisn yfir að kom-
unni.
Um Kvennaskóla Hún-
vetninga verður ekki fjölyrt
hér í þessari samantekt, aðeins spurt: „Hver er menning manna ef menntun vantar
snót?“ Skrásetjara er þó hugsað til þess hversu gríðarleg áhrif þessi merka
stofnun hafði á vöxt og viðgang alls mannlífs í héraðinu í heila öld. Það var
ekki laust við að innfirðingar öfund uðu útfirðinga af þeim forréttindum sem
voru fólgin í ná vist inni við skólann. Forstöðukonan, frú Hulda Stefánsdóttir á
Þingeyrum, réð ríkj um og hafði sér til fulltingis kennslu kon urnar, Solveigu
Sövik og Ragnheiði Brynj ólfs dóttur, einnig Krist ínu á Hæli og Aðal -
björgu, síðustu for -
stöðukonuna. Frá fyrri
tímum man söguritari
einnig eftir Bennýju
Sigurð ar dótt ur frá
Hvamms tanga og Sól-
veigu Arnórs dótt ur,
síðar húsfreyju í Útvík
í Skaga firði. Þarna
var líka lengi einn
karlmaður til húsa,
hann sá um að drætti.
Það var Jósafat frá
Brands stöðum - hann
var mikill forréttindamað ur. Hann var líka forgöngumaður að því leyti að ekki
þótti fært að fara yfir Blöndu á ís fyrr en Jósafat hafði kannað aðstæður og
gengið yfir. Annar karlmaður bjó um tíma í skólanum en það var Jóhann
Daníelsson íþróttakenn ari sem áður er getið.
Kvennaskólatúnið var hátíðarvöllur héraðsins og þar voru haldnar
íþróttakeppnir 17. júní hvert ár um langt skeið. Ungmennasamband Austur-
Húnvetninga stóð fyrir þessum hátíðum til að minnast lýðveldisins. Þarna kom
saman blómi unga fólksins og keppti í hinum ýmsu greinum frjálsra íþrótta,
við hinar bestu aðstæður. Þarna voru unnin íþróttaafrek og sett sýslumet,
vallarmet og persónuleg met. Þarna voru garpar eins og Einar Þorláksson,
Pálmi á Akri og Pálmi í Grænuhlíð, Sigtryggur Ellertsson, Valur Snorrason,
Frá íþróttamóti á Kvennaskólatúninu, Jóhann E. Jónsson
varpar kúlu. Ljósm.: Skarphéðinn Ragnarsson.
Hallbjörn Kristjánsson kemur í mark
Ljósm.: Skarphéðinn Ragnarsson.