Húnavaka - 01.05.2009, Blaðsíða 140
H Ú N A V A K A 138
Ari Hermannsson og Sigurgeir Steingrímsson, Hörður Lárusson, einnig
Gestur Guðmundsson og Þorleifur Arason. Þá komu garpar frá Skagaströnd
og settu svip á keppnir, þeir hétu Úlfar, Sigurður og Karl, síðar Jón Ingi og
bræðurnir Lárus og Guðmundur Guðmundssynir. Guðlaug Steingrímsdóttir
frá Móbergi var allra kvenna knáust í hlaupum og stökkum, Valdimar bróðir
hennar var líka knár.
Það var hátíðarbragur yfir þessum samkomum, gengið inn um skreytt
hátíðarhlið og Húnfjörð seldi flögg, blöðrur og sælgæti úr tjaldi eða skúr.
Skráasetjari var ekki hár í lofti þegar hann fylgdist með þessum görpum og
strengdi þess heit að feta í fótspor þeirra en verður nú að viðurkenna að héðan
af fer alveg að verða of seint að standa við þau gefnu heit.
Vestan við kvennaskólaafleggjarann var hús Kristjáns Gunnarssonar,
Trésmiðjan Stígandi, með áföstu íbúðarhúsi. Kristján og Valgerður settu þrjá
harðduglega drengi út í samfélagið, þá Þormar hestamann, Hilmar fram-
kvæmdastjóra og Sigurð bankastjóra. Allir voru þeir efnilegir íþróttagarpar á
unglings árunum enda með kvennaskólavöllinn að húsabaki. Hilmar sýndi
síðan forustuhæfileika sína, bæði við rekstur
Stíganda og stjórnun bæjarfélagsins um langt
skeið. Kristján var vandaður og vinsæll
húsasmíðameistari og hjá honum á verkstæðinu
unnu sömu menn ár um saman, skrásetjari minnist
Guðmanns Hjálm ars sonar, Ottós Finnssonar,
Agnars Guðmundssonar og Sigurgeirs Magnús-
sonar. Þá lærði Birgir Sveinbergsson örugglega hjá
Stíganda. Hann varð síðar leiktjaldasmiður í
leikhúsunum í höfuðborg inni.
Næst koma Sólvellir. Það hús er ekki lengur
með al húsa en var áður hús kaupfélagsstarfs-
manna. Skrásetjari veit að þar bjó Jón Baldurs
kaup félags stjóri og fjölskylda áður en þau fluttu
yfir götuna í kaupfélagsstjóra húsið og skrá setjari
man vel þegar Tómas R. Jónsson og fjölskylda
bjuggu þar.
Rétt við Sólvelli er Mjólkurstöðin sem Sveinn Ellertsson stjórnaði á undan
Páli Svavarssyni. Sveinn og Alma, Ída, Eva og Bragi bjuggu á neðri hæðinni í
kaupfélagsstjórahúsinu þar til þau fluttu í nýja húsið nr. 1 við Húnabrautina,
eins og áður er greint frá.
Hjá Sveini unnu menn í hvítum fötum. Fyrr er sagt frá Skúla Jakobs,
Guðmundi Theodórs og Kára Snorrasyni. Til viðbótar má nefna Sigurbjörn
Sig urðsson og Pál Eyþórsson, einnig Kristófer Sverrisson mjólkurfræðing sem
byrjaði þar ungur og starfaði þar til síðasta mjólkurdropa.
Halldórshús sem áður er nefnt stóð norðan við mjólkurstöðina, spölkorn frá
Kaupfélagshúsinu. Það er eins með það hús eins og Sólvelli að það er ekki
lengur á meðal húsa. Á því húsi var brunalúður í glerkassa. Í húsinu voru tvær
íbúðir og bjó þar starfsfólk KH, bæði um lengri og eða skemmri tíma. Skrá-
Guðmann Hjálmarsson smiður
og tónskáld. Ljósm.: Unnar.