Húnavaka - 01.05.2009, Síða 142
H Ú N A V A K A 140
að Sæmundur skreðari og Ragnar sonur hans hafi verið með saumastofu þar
niðri. Þar unnu Sigga Indriða, Lena Björns og líka Diddi Munda (Sigþór Guð-
mundsson). Á skrifstofunum voru valinnkunnir skrifstofumenn: Jón Baldurs
kaupfélagsstjóri, Tómas R. Jónsson, Pétur Pétursson, Ari Guðmunds son, þá
Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjóri og Árni gjaldkeri Jóhannsson, síðar
kaupfélagsstjóri. Skrásetjari man ekki eftir konum í þessum hópi, þær voru eins
og áður segir, frammi í búðinni.
Þegar hlutverki verslunar og skrifstofa lauk í þessu húsi leysti það gamla
Matarbraggann af hólmi og þjónaði sem mötuneyti fyrir sláturhúsfólk. Þar
unnu vinkonurnar úr Koppagötunni, þær Ella Jóns og Magga Gústa.
Í litlu húsi, öllu heldur litlum bæ, sem hét Baldursheimur og var á túninu á
móts við frystigeymslur sláturhússins bjó Ingibjörg móðir Svavars Pálssonar.
Hún hélt bæði kindur og hænsni og skaffaði valinkunnum húsmæðrum egg í
baksturinn.
Rétt utar við Hafnarbrautina var hús Ágústs Andréssonar og Vildu (Þor-
vildu), það gæti hafa heitið Ásgarður. Ágúst var byggingaverkamaður en fyrst
og fremst var hann einn ástríðufyllsti og fengsælasti Blönduveiðimaður sem
sögur fara af. Hann stundaði hina gömlu góðu og sérstöku laxveiðiaðferð í
ánni alveg fram á sín síðustu ár. Sem ungur maður í Skagafirði var hann
samtíma Stefáni Íslandi, tók þátt í sönglífinu þar og var góður söngmaður.
Í litlu húsi við Hafnarbrautina, sem gæti hafa heitið Enniskot, alveg við
götuna bjó Júlíus Karlson og Ragna kona hans. Þeirra sonur er bygg-
ingaverktakinn Hjörleifur sem nú athafnar sig í hinum baltísku löndum. Júlíus
var hamhleypa til verka og í hópi mestu fláningsmanna sem sögur fara af.
Í Skuld voru hjónin Ari og Guðlaug. Þau áttu mörg börn og margar bækur.
Skrásetjari nefnir Karl skipstjóra, Þorleif slökkviliðsstjóra, Ingibjörgu og
Valgerði, þó sérstaklega Jón fræðimann, Svein, Ara og Harald og fleiri voru
börnin en Jón var bekkjarfélagi skrásetjara, afar góður námsmaður og sérlega
skemmtilegur. Hann er nú eini skráði íbúinn í Skuld, hefur endurnýjað
húsakost og situr þar að fræðistörfum.
Litla-Enni var ysta húsið í bænum. Það átti Hjálmar Stefánsson lífskúnstner
frá Smyrlabergi. Í því húsi voru margar vistarverur og þar bjuggu ýmsir en
dvöldu flestir skamma stund. Skrásetjari veit að þar bjó Sveinberg Jónsson um
tíma með sína stóru fjölskyldu og þar voru Jón Hannesson og Ásta, Hólmsteinn
og Guðný Kristjáns og fleiri mætti nefna.
Í Klaufinni ofan við Litla-Enni man skrásetjari eftir Guðrúnu og Baldri frá
Skúfi og Neðstabæ, einnig Sillu og Betu systur hennar, sem síðar flutti inn fyrir
á og hélt marga ketti, sem frægt varð. Baldur var snjall skákmaður og virkur í
taflfélaginu.
Hann var glæfralegur sneið ingurinn út á bryggju, þar sem hann lá utan í
Skúlahorninu, sérstaklega í snjó og hálku á vetrum. Á bryggjuna komu helst
skipin, Dísarfell og Skjaldbreið, reyndar líka kolaskip og timburskip og skipin
sem tóku kjötið. Svo kom Kyndill með bensínið fyrir Shell og Litla-Fellið fyrir
Esso. Það hefur varla verið samráð milli olíufélaga á þeim árum. Það tók
skrásetjara allt sumarið 1971 að mála Shelltankinn á bryggjunni. Ágúst