Húnavaka - 01.05.2009, Page 144
H Ú N A V A K A 142
Handan við Pakk hús-
ið var Myllan, þar sem
var vörugeymsla og síð-
an kom gult báru járns-
klætt hús, sem kallað var
Matarbragginn, þar bjó
Kristín Blöndal og rak
mötuneyti sláturhússins
í bragganum.
Handan við vöru-
skemmur Kaupfélags-
ins, ekki langt frá
Mjólk urstöðinni, var
smíðaverkstæði Jóns
Ben. Í því húsi var síðar
rekin trefjaplast verk-
smiðja og sögumaður
vann þar um skeið við
framleiðslu á plastbátum
og ýmsum keröldum. Þetta var sannkallaður nýiðnaður, efnaiðnaður og ekki
laust við að á menn gæti svifið þegar loftræstingin hélt ekki í við uppgufun
efnanna. Þarna unnu Júlíus Karlsson, Ragnar Jónsson og Kristján Pétursson
ásamt skrásetjara. Við framleiddum báta sem hvorki fúnuðu eða ryðguðu og
stóðum í þeirri trú að þeir myndu endast um eilífð.
Skammt frá var Héðinshöfði, hús Óskar Skarphéðinsdóttur og Guðmanns
Hjálmarssonar, smiðs og tónskálds, þess er samdi lagið við Húnabyggð Páls
Kolka, héraðssöng Húnvetninga.
Þarna var líka Slétta, hús Önnu Karlsdóttur, móður Heddu og Tryggva,
einnig síðasti hermannabragginn sem notaður var sem íbúðarhús á staðnum.
Í bragganum bjuggu Lára og Sveinberg, með barnahópinn stóra. Njáll og
Gréta Jósefs bjuggu þar síðar með synina, Jón Elvar og Þórð, þá bjuggu þar
Þórey Daníelsdóttir frá Búrfelli og Hreinn Ingvarsson mjólkurbílstjóri frá
Ásum, Aldís dóttir þeirra og Edda, dóttir Þóreyjar. Var það sennilega síðasta
fjölskyldan sem þar hélt heimili.
Skotfærabyrgi var lengi góður minnisvarði um umsvif setuliðsins á
bakkanum, skammt þar frá var síðar leikvöllur barna.
Húsið Sæból stendur á sjávarbakkanum. Þangað fluttu Svenni og Lára á
efri hæðina með Þóreyju, Birgi, Gísla, Margréti, Sigurgeir og Láru yngri og
sennilega líka Grétar flutningabílstjóra. Svenni var atvinnubílstjóri, einn af
stofnendum bílstjórafélagsins Neista, sem stofnað var í Ágústshúsi í október
1945. Seinna varð hann starfs maður hjá Kaup félag inu.
Niðri bjuggu Þormóður og Ninna, dóttir Steingríms skólastjóra. Þormóður
var ættaður að austan og gerðist yfir maður vegamála í hér að inu. Steingrímur,
sonur þeirra, er lögmaður í höfuð borginni.
Gunna og Baldur frá Skúfi fluttu í Sæból þegar þau fóru úr Klaufinni.
Á vegasalti við Skotfærabyrgið. F.v. Biggi Svenna, Þórey
Svenna, Skarphéðinn Ragnars, Gísli Svenna og Pétur Jóns.
Vinstra megin sést í Mjólkurstöðina og hægra megin í hús Jóns
Ben. Ljósm.: Inga Skarphéðins.