Húnavaka - 01.05.2009, Page 145
H Ú N A V A K A 143
Eiríkshúsið, eða Ósland,
er myndarleg bygging sem
stendur á Blöndubakkanum
ofan við eyrina sem myndar
ósinn. Húsið er stórt og
reisulegt. Meðal íbúa nefni
ég Eirík Guðlaugsson smið
og Fríðu konu hans, Kristínu
og Þórð Jósefsson frá Ysta-
Gili eða Þórð í Kaupfélag-
inu, systkinin, Guðrúnu
vöku konu og Jón Stefáns-
son, þann harðduglega
starfs mann KH, sem vann í
ullinni og kjötinu. Frysti -
klefarn ir voru hans vinnusvæði. Þar var allt í röð og reglu og frostið vann ekki
á honum.
Frá Eiríkshúsinu er fagurt útsýni allt um kring, sér á Spákonufellsborg og
yfir flóann á Geirólfsgnúp í norðri, inn allar Strandir, Vatnsnesið, Borgarvirki,
Ásmundarnúp og Jörundarfell, Þing og Axlaröxl, yfir Ása og Kolkumýrar og
til Reykjanibbu, Hnjúka og Langadalsfjalls.
Þarna frá bakkanum er sólsetrið við hafsbrún ægifagurt, einnig vatnsflötur
Blöndu og byggðin fyrir innan á böðuð geislum miðnætursólar.
Reyndar verður því ekki neitað að á þessum sama stað getur á stundum
blásið köldu úr norðrinu en það er frekar sjaldgæft og skrásetjara ekki fast í
minni.
Hér er mál að linni ferð á milli húsa fyrir utan á. Stiklað hefur verið á stóru
og ýmsu sleppt en vonandi fátt ofsagt. Rétt er að taka fram að þessi skrif lúta
ekki kröfum sagnfræðinnar, hér eru einungis skráð minningabrot sem í ýmsu
geta verið ónákvæm.
En séu skrif þessi einhverjum til skemmtunar eða upprifjunar um liðna
tíma, þá er tilgangi náð.
Byggðin breytist, nýbyggingar sem risið hafa seinni árin á Ósnum eru við
Mýrarbraut og uppundir Ámundakinn fyrir utan ána og uppi á brekku fyrir
innan á. Skrásetjari telur að þær byggðir tilheyri nútímanum og mun því ekki
gera þeim skil í þessari samantekt.
Að lokum er það ósk skrásetjara að „á meðan Blanda sjávar leitar“ haldi
mannlíf áfram að blómstra bæði utan og innan ár á Blönduósi.
Gamla rafstöðin utan við Kolaportið.
❄❄❄