Húnavaka - 01.05.2009, Qupperneq 150
H Ú N A V A K A 148
Sem dæmi um væga áttavillu má nefna að á bls. 19 stendur: ,,Fyrsti bær á
hægri hönd, þegar norður er haldið frá Gljúfurárbrú, er Hólabak við suðurjaðar Vatns -
dalshóla...“ Láta mun nærri að þarna sé 90° villa. Álíka dæmi má finna víðar í
bók inni.
Á bls. 63 segir: ,,Við Hvammstjörn er komið í landnám Jörundar háls Þórissonar sem
náði út að Mógilslæk sem hefur verið nálægt Bjarnastöðum en mun nú kominn í skriðu.“
Fyrir því hefur sá er þetta ritar orð Sveinbjarnar heitins í Hnausum, sem
var sannorður maður og ábyggilegur eins og best gerist: ,,Mógilslækur féll í
Lindartjörnina.“ Nú er þar enginn lækur. Ekki er þó vatn hætt að renna undan
halla á þessum slóðum fremur en annars staðar. Skriðuhryggur hefur lokað
fyrir gamla farveginn neðarlega í fjallinu sem greinilega má sjá. Lækurinn
fellur því niður sunnan hryggjarins og nefnist Hrygglækur.
Með opnumynd á bls. 66 og 67 segir í texta með myndinni: ,,Sandfell og
Nautaþúfa efst, hægra megin við miðju.“ Rétt er það sem sagt er um Sandfell en næst
því til hægri er nafnlaus hnjúkur. Nautaþúfa sést nálægt brún myndarinnar
fremur sem stór hóll en fell vegna bungu fjallsins.
Á bls. 67 segir. ,,Við Hnausa er lokið hringferð um Vatnsdal því hér kemur þjóðvegur
1 handan frá Sveinsstöðum.“ Væntanlega hefur ferðinni um Vatnsdal lokið við
Bjarnastaði, því að ystu bæir í Vatnsdal hafa lengi verið taldir Bjarnastaðir
austan Flóðs og Vatnsdalshólar að vestan. Bæir sem utar eru teljast í Þingi.
Á bls. 67 stendur: ,,Öxl stendur vestan undir norðurhjalla Vatnsdalsfjalls, Axlaröxl.
Heita Hrafnaklettar beint ofan við bæinn en á allbreiðum stalli neðan meginfjallsins stendur
Í árbókinni segir í texta með opnumynd á bls. 66 og 67: ,,Sandfell og Nautaþúfa efst,
hægra megin við miðju.“
Á meðfylgjandi mynd sjást þrjú fell skýrt afmörkuð, nokkurn veginn jafn há. Lengst til
hægri er Nautaþúfa (líkari stórum hól en felli) þá hinn nafnlausi hnjúkur og lengst til
vinstri Sandfell, langt og gróðurlaust.
Þess má geta að vinstra megin við Sandfell sést Skriðuskarð sem myndast hefur þegar
Skíðastaðaskriða féll árið 1545. Niður undan Skriðuskarði er Hrygglækur sem nú fellur
til suðvesturs fyrir neðan miðja hlíð. Einnig sést hvar hann féll áður til norðvesturs, þar
sem nú er græn laut og hét hann þá Mógilslækur. Hægra megin Hrygglækjar sést einnig, ef
vel er gáð, Vörðufell, þaðan er talið að Bjarnastaðaskriða hafi komið 1720.