Húnavaka - 01.05.2009, Side 151
H Ú N A V A K A 149
Kerling, klettadrangur...“ Beint upp af bænum Öxl eru Háuklettar, sunnan þeirra
er Dagmálageiri. Sunnan hans taka við Hrafnaklettar, löng klettaröð með
stöllum. Í leiðinni má geta þess að telja má víst að bærinn Öxl hafi verið
nefndur eftir fjallinu en ekki öfugt. Heitir því fjallið Öxl eða Öxlin þó að
húnvetnsk staglfýsi hafi á seinni tímum dreift þessu líkum nöfnum víðs vegar
um héraðið.
Þegar kemur að frásögn af Brekkukoti og Brekkubæjunum gerist lýsingin
svo skrautleg að minnir meira á skáldskap en frásögn. Er því kaflinn, á bls.
68-69, tekinn hér upp með litlum úrfellingum: ,,Næsti bær er Brekkukot ofan vegar
í dálitlum hvammi en Brekkubæirnir eru neðan vegar, þ.e. Brekka og Syðri-Brekka, nýbýli
stofnað 1959. Brekkukot taldist þriðjungur úr Brekkulandi en Brekka á mikið flæmi upp með
Giljá að sunnanverðu fram að Hjálpargili yst á Sauðadal. Geitaból er drjúga leið upp með
fjallinu niður undan Selgili og voru beitarhús frá Brekku en rústirnar eru nú að mestu
sokknar í jörð. Óvíst er um fasta búsetu hér. ...... Einhvers staðar á þessum slóðum munu
vera Hvatastaðir, þar sem bjó Hvati félagi Ingimundar gamla en í Landnámu segir að hann
hafi numið land frá Mógilslæk til Giljár og búið á Hvatastöðum. Nafnið er trúlega
viðurnefni. Líklegt er að Hvatastaðir sé sama jörð og Brekka. Hjá svonefndum Húsamel,
norðvestur af Axlarhyrnu, má sjá fornar rústir og gæti það verið upphaflega bæjarstæðið.
Utan við Brekkukot er dálítill skógarlundur á brekkubrún og þar um liggur gamall
reiðvegur, Norðlingavegur, um Krossdal og yfir Giljá í Norðlingahvammi.“
Svo mörg voru þau orð. Um Brekkukot sem er sagt standa í ,,dálitlum
hvammi“ er það að segja að árið 1934 var byggt íbúðarhús frammi á
brekkubrúninni í stað gamla bæjarins sem stóð nær fjallinu. Hvammurinn er
því torfundinn. Á Geitabóli voru byggð beitarhús frá Brekku árið 1930 og voru
þau nýtt nær samfellt fram um 1970. Þau eru nú fallin fyrir allnokkrum árum
en ekki sokkin í jörð. Um það atriði að Hvatastaðir hafi verið við Húsamelinn
er fátt að segja þar sem heimildir eru ekki fyrir hendi. Athygli hlýtur að vekja
afstaða og útsýni við Húsamelinn, einkum með samanburð við Miðhópssel í
Á bls. 67 í árbókinni stendur: ,,Öxl stendur vestan undir norðurhjalla Vatnsdalsfjalls,
Axlaröxl. Heita Hrafnaklettar beint ofan við bæinn....“
Beint ofan við bæinn í Öxl eru Háuklettar, hægra megin við þá á myndinni er
Dagmálageiri en sunnan við hann tekur við löng klettaröð sem heitir Hrafnaklettar.