Húnavaka - 01.05.2009, Page 152
H Ú N A V A K A 150
huga, þar sem Sigvaldi heitinn Jóhannesson o.fl. töldu að Ásmundur hafi búið
undir Núpi. Víðara og fegurra útsýni yfir lágsveitir Húnavatnssýslu verður
varla fundið neðan hálendismarka né betur hent til yfirsýnar og eftirlits heldur
en frá þessum tvennum fornu rústum. Um reiðveginn sem á að vera hjá
ímynduðum skógarlundi fyrir utan Brekkukot er það að segja að gamli
Norðlingavegurinn lá af Axlarbölum, neðan túns í Öxl, út á Axlarmelinn
austarlega, austan við gamla bæinn í Brekkukoti, norður Krossdal, yfir Veghól
norðaustur á Norðlingavað á Giljá. Norðan Giljár skiptist leiðin, önnur lá upp
með Giljá og austur um Reyki. Stendur Húnavallaskóli nú um þjóðbraut
þvert. Má telja að þessi leið hafi verið þjóðleið. Önnur leið lá frá Norðlingavaði
vestan túns á Beinakeldu, út á Kringlu- og Skinnastaðamela, sunnan
Torfalækjar niður á Sand og út yfir Laxá.
Á bls. 81 er kort af stórum hluta sýslunnar. Þar kemur fyrir nafnið Leynir í
vestanverðu Vatnsdalsfjalli. Þetta nafn virðist vera skáldskapur einn því að
landeigendur og menn á allra næstu bæjum kannast ekki við örnefnið. Meðal
kunnugra á svæðinu heitir þetta svæði Grendalir. Öllu verri skáldskapur er þó
að á kortinu eru fjögur nöfn svo fjarri réttum stöðum að betra hefði verið að
sleppa þeim alveg. Þetta eru nöfnin: Geitaból, Dýjahlíð, Kötlunúpur og
Skertlur.
Á bls. 84 er þessi grein: ,,Sauðadalur, sem er kenndur við sauði Ingimundar gamla,
Á bls. 69 í árbókinni stendur: ,,Utan við Brekkukot er dálítill skógarlundur á brekkubrún
og þar um liggur gamall reiðvegur,....“
Ekki er kunnugt um að neinn annar en höfundur árbókarinnar hafi fundið skógarlund á
umgetnum stað. Sama má reyndar segja um hinn gamla reiðveg.