Húnavaka - 01.05.2009, Page 155
H Ú N A V A K A 153
öllum kunnugum ljóst hvað þarna hefur gerst. Brekkusel fremra er það sem á
seinni tímum hefur verið kallað Giljársel. Ætla má að eftir að Gottrup
lögmaður lögfesti Fremra-Brekkuselsland undir Stóru-Giljá hafi selstaðan
verið færð frá Lambastöðum út á Brekkusel fremra. Í tímans rás breytist nafn
selsins úr Fremra-Brekkuseli í Giljársel.
Í kaflanum um Grímstungu- og Haukagilsheiði eru fáeinar missagnir, þó
ekki veigamiklar. Á bls. 223, þar sem fjallað er um mörk heiðalandanna segir:
,,Suðurmörk heiðanna eru Langjökull og síðan lína frá Krák á Sandi vestur í Bláfellstjörn
en vesturmörkin eru fram af Víðidalsfjalli um Heiðmótaás og sjónhending til Bláfells norðan
Langjökuls.“
Vesturmörk Haukagilsheiðar eru þarna ekki alveg rétt tilgreind. Sunnan frá
eru þau úr Bláfelli, sjónhending í Hraungarðahorn, þaðan með litlum sveig í
mitt Bergárvatn.
Einhvers misskilnings gætir þar sem fjallað er um Ströngukvíslardrög á bls.
223. Þar stendur: ,,Ströngukvíslardrög ná frá Svínafelli (711 m) að Svörtuhæð (723 m)
og eru þau óralöng.“ Svínafell og Svartahæð eru tvö glögg kennileiti vestan
Ströngukvíslar í austurjaðri Stórasands. Milli þeirra er örfárra kílómetra leið,
þar sem Skagfirðingavegur hinn forni lá upp á Sandinn sunnan Tröllagils.
Upptök Ströngukvíslar eru nokkrum kílómetrum framar, þar sem hún kemur
fremur sem kvísl en lækur undan barði vestan Ölduhrauns og norðvestur af
Búrfjallahala.
Á bls. 224. stendur: ,,Bríkarkvísl kemur undan sandinum við Lambamannasandfell
(703 m) og rennur langa leið um vestanverða Grímstunguheiði í Álku.....“ Þarna virðist
vera einhver ruglingur í frásögn af upptökum Bríkarkvíslar og Sandfellskvíslar,
sem einmitt kemur upp við Sandfellið.
Á bls. 224 er þessi málsgrein: ,,Grettishæð ber einna hæst á Stórasandi. Suður af
henni er Sanddalur og liggur til austurs og vesturs, áfangastaður á Skagfirðingavegi en
gróðurlaus.“ Þarna er allmeinleg villa. Hvort sem um er að ræða Skagfirðingaveg
hinn forna eða bílleiðina sem einkum er ekin austur-vestur Sandinn, liggur
hvorug leiðin um Sanddal heldur miklum mun norðar.
Á bls. 224 segir: ,,Sunnan við Sand eru Fljótsdrög við norðurjaðar Langjökuls og eru
afréttarsvæði Borgfirðinga. Vatnsdælir fóru jafnan í undanreið þangað suður.“ Þarna er
óþarfi að segja frá í þátíð. Enn fara undanreiðarmenn úr Þingi og Vatnsdal
suður yfir Sand á hausti hverju og smala þar í tvo daga, þó að færra sé þar
manna nú og minna um að vera heldur en var meðan fjórir gangnamannaflokkar
smöluðu stór heiðaflæmi og ráku að Réttarvatni til sundurdráttar. Þetta
breyttist eftir niðurskurðinn 1948 þegar girt var af Holtavörðuheiði austur í
Langjökul. Ennþá munu einhverjir geta tekið undir með Jónasi
Hallgrímssyni:
,,Á engum stað ég uni
eins vel og þessum mér;
ískaldur Eiríksjökull
veit allt sem talað er hér.“