Húnavaka - 01.05.2009, Síða 157
H Ú N A V A K A 155
Næst þeim voru Strandafjöllin í órafjarlægð. Hrafna-
klettarnir áttu sína sögu. Þar bjuggu hrafnahjón fyrir
utan tröll og álfa. Þeir voru líka freistandi til að klifra í og
var það ekki vel séð af þeim sem áttu að hafa vit fyrir
óvitunum. Bælishólar með berjalautir vænar, raða sér
neðar í brúnunum. Þar sat amma yfir ánum og tíndi ber.
Nú fer sjóndeildarhringurinn að þrengjast. Þó grillir í Kollubergið og
hraunið fyrir neðan. Þar festi ég eitt sinn hest í göngum og varð að skilja hann
þar eftir, við lítinn orðstír, því blessuð skepnan fylgdi mér í trausti visku minnar,
þar til allt var komið í óefni. Ég hljóp heim og náði mér í annan hest og hélt
áfram göngum en pabbi fékk nágrannabónda í lið með sér og bjargaði
málinu.
Talandi um nágranna. Nú eru nágrannabæir, sem voru iðandi af fólki og
lífi, fallnir og þögnin ríkir þar ein. Í Glaumbæ bjuggu í minni tíð Gunna
(Guðrún Aradóttir) frá Móbergi og Palli (Páll Árnason) frá Geitaskarði með
sonum sínum, Ara, Árna og Hildari. Þar var gott að koma og oft mikið sungið
því þar var kirkjukórinn æfður og fleira.
Í Engihlíð bjuggu þrjú systkini móður minnar, Sigurður, Jakobína og
Elísabet ásamt ömmu minni, Ingibjörgu Stefánsdóttur, einnig fóstursonurinn
Addi, Ástvaldur Kristófersson. Þangað vorum við sendar í ýmsum erindum.
Tók mamma stranglega á því að vera kurteis og borða ekki bara eina sort af
brauðfatinu og helst ekki nema þrjú stykki.
Mikil samhyggja var á milli bæjanna. Ef kýr bar eða kálfi var slátrað var
alltaf sent á milli. Þó eru líklega jólaboðin mér minnisstæðust. Þá var alltaf
spilað púkk sem allir tóku þátt í. Svo kom súkkulaði og rjómaterta með
bleikum rósum, algert nammi, síðan voru eplin og það voru sko alvöru epli,
eldrauð og ilmandi.
Á Miðgili bjuggu foreldrar mínir, Árni Guðmundsson og Vilborg Guð-
munds dóttir, með okkur, dætur sínar fjórar, sem auk mín voru Guðrún,
Ingibjörg og Anna. Á Miðgili var einnig Björg Sigríður, föðursystir mín. Það
Miðgil. Árni og Vilborg.