Húnavaka - 01.05.2009, Page 162
H Ú N A V A K A 160
Foreldrar Jóhannesar fluttu til Reykjavíkur í sumarbyrjun 1968 og eftir það
settist hann líka að í höfuðborginni. Hann keypti sér þar íbúð að Stóragerði 26
og bjó þar til dauðadags.
Jóhannes Björnsson var ókvæntur og barnlaus. Hann var maður í hærra
lagi á vöxt, holdgrannur og liðlegur í hreyfingum, fáskiptinn og dulur í skapi,
en tryggur og vinfastur. Um langt skeið var líf hans mikil glíma við Bakkus og
fór hann þar lengi halloka. En svo fór samt að lokum að hann vann þar fullan
sigur og gladdi það mjög vini hans og vandamenn, ekki síst aldraða foreldra.
Banamein Jóhannesar var krabbamein. Hann var jarðsunginn 30. mars frá
Fríkirkjunni í Reykjavík og borinn til hinstu hvíldar í Gufunesskirkjugarði.
Rúnar Kristjánsson.
Hilmar Kristjánsson,
Blönduósi
Fæddur 16. maí 1948 – Dáinn 1. janúar 2008
Hilmar var sonur þeirra hjóna, Valgerðar Þorbjarnardóttur og Kristjáns
Gunn ars sonar húsasmíðameistara sem kenndur var við Stíganda. Valgerð ur
og Kristján eignuðust þrjá drengi, elstur er Þormar, þá Hilmar og Sigurður
yngstur. Hilmar átti fimm eldri hálfsystkini samfeðra. Þau eru: Hrefna, hún er
látin, Þórir, hann er látinn. Hreinn, hann er látin og Hanna. Fimmta barnið
lést í bernsku.
Æsku- og uppvaxtarárin átti Hilmar á
Blönduósi, sem unglingur var hann í sveit á
bænum Melkoti í Borgarfirði og seinna í Gautsdal
í Húnavatnssýslu og Hólabaki.
Að loknu barna- og unglingaskólanámi byrj aði
hann iðnnám í trésmíði hjá föður sínum í Stíganda.
Bóklegar greinar lærði hann í Iðnskólanum í
Reykjavík. Sveinsprófi í trésmíði frá Iðnskólanum
í Reykjavík lauk hann árið 1968 og meistaraprófi
árið 1973.
Hilmar tók við framkvæmdastjórn Stíganda
um áramótin 1975-76 og gegndi því starfi til
dauða dags.
Hann kvæntist Valdísi Finnbogadóttur árið 1968, leiðir þeirra lágu saman
þegar hún kom norður í Kvennaskólann á Blönduósi. Börn þeirra eru þrjú.
Finnbogi er elstur, hans kona er Jakobína Kristín Arnljótsdóttir. Hilmar Þór er
annar í röðinni, kona hans er Sædís Gunnarsdóttir og yngst er Valgerður,
sambýlismaður hennar er Þorgils Hörður Hallgrímsson.
Hilmar var öflugur framkvæmda- og athafnamaður, sat í stjórnum ýmissa
félagasamtaka og kom að rekstri margra fyrirtækja á Blönduósi og annars
staðar. Þar má nefna Kaupfélag Húnvetninga, Nökkva hf., Særúnu hf. og