Húnavaka - 01.05.2009, Síða 164
H Ú N A V A K A 162
Björn og Alda eignuðust tvö börn, Vigdísi, hennar maður er Albert
Stefánsson og Eirík Inga, hans kona er Kristín Guðmannsdóttir.
Björn og Alda voru samhent og samrýnd hjón. Þau byggðu sér hús að Urð-
ar braut 11. Það smíðaði Björn og innréttaði af vandvirkni og nostraði við
hvert handtak og handbragð. Þar var síðan heimili hans og Öldu í rúma þrjá
áratugi.
Hann hafði ánægju af garðrækt, bæði kartöflurækt, trjárækt og blómarækt.
Þá hafði hann líka gaman af að taka ljósmyndir og ferðast um landið, það
gerðu þau síðustu árin.
Björn andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Útför hans var gerð
frá Blönduósskirkju þann 11. janúar.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Þóranna Kristjánsdóttir,
Sauðárkróki
Fædd 23. október 1926 – Dáin 14. janúar 2008
Þóranna Kristjánsdóttir fæddist í Stapa í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. For-
eldrar hennar voru Kristján Árnason frá Krithóli 1885-1964 og Ingibjörg
Jóhannsdóttir frá Þorsteinsstaðakoti 1888-1947.
Systkini Þórönnu eru Guðrún 1913-2002,
Þuríður 1915-1916, Fjóla, fædd 1918, Þuríður
1921-1991, Ingibjörg, fædd 1922, Árni 1924-
1995, Haukur 1928-1994 og Sverrir 1931-1982.
Á bernskuárum sínum bjó Þóranna lengst af í
Hamarsgerði. Hún ólst upp við almenn bústörf
og þótti rösk og dugleg enda var hún fljótt komin
í vinnumennsku og aðeins 14 ára gömul fór hún í
vist á Akureyri. Hún lauk hefðbundnu barna-
skólaprófi í sveitinni en veturinn 1945-46 fór hún
ásamt Hauki, bróður sínum, í Héraðsskólann á
Laugum.
Þóranna gekk í hjónaband, 23. október 1947,
með Erlendi Klemenssyni bónda frá Bólstaðarhlíð,
1922-1987 og hófu þau þar búskap. Þóranna og Erlendur eignuðust tvo syni.
Sá eldri er Kolbeinn, fæddur 1948, eiginkona hans er Sólveig Friðriksdóttir,
fædd 1952. Synir þeirra eru tveir: Erlendur Ingi, fæddur 1970, unnusta hans
er Christine Weinert og Einar, fæddur 1973, eiginkona hans er Hafdís
Vilhjálmsdóttir. Sá yngri er Kjartan, fæddur 1949, eiginkona hans er Stefanía
Ósk Stefánsdóttir. Börn þeirra eru þrjú: Arnar, fæddur 1971, unnusta hans er
Sólveig Olga Sigurðardóttir. Næstur er Vignir, fæddur 1976, unnusta hans er
Áslaug Helga Jóhannsdóttir. Yngst er Elísabet, fædd 1980, eiginmaður hennar
er Páll Hlífar Bragason.