Húnavaka - 01.05.2009, Page 165
H Ú N A V A K A 163
Um miðjan 6. áratuginn fóru veikindi að herja á Erlend og tók Þóranna þá
á sig meiri vinnu við bústörfin með dyggum stuðningi sona sinna. Þóranna og
Erlendur slitu samvistir 1967. Synir þeirra tóku þá alfarið við búrekstrinum.
Þann 24. febrúar 1969 gekk Þóranna í hjónaband með Guðmundi
Halldórssyni rithöfundi frá Bergsstöðum, 1926-1991. Barn þeirra er Sigrún,
fædd 1968. Þau fluttu til Sauðárkróks sama ár og þau giftu sig. Fyrsta heimili
þeirra var á Aðalgötunni en nokkru síðar fluttu þau að Skógargötu 6.
Fyrst eftir að Þóranna kom til Sauðárkróks vann hún í sokkaverksmiðjunni
Samverki, eftir það á Hótel Mælifelli og síðan á Saumastofunni Vöku. Lengst
af vann hún þó á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, ýmist við þvotta eða í
eldhúsi.
Þóranna var mikil hannyrðakona, allt lék í höndum hennar og eftir hana
liggur mikið af handavinnu.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Útför hennar var gerð frá
Sauðárkrókskirkju 22. janúar 2008.
Sr. Fjölnir Ásbjörnsson.
Leifur Sveinbjörnsson,
Hnausum
Fæddur 2. október 1919 – Dáinn 22. febrúar 2008
Leifur var fæddur að Hnausum í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru
Kristín Pálmadóttir frá Vesturá á Laxárdal í Austur Húnavatnssýslu og Svein-
björn Jakobsson frá Hnausum. Börn þeirra hjóna
eru í aldursröð: Guðrún, Leifur, Jakob, hann er
látinn, Jórunn Sigríður, Svava sem dó ung og
yngst er Svava Sveinsína.
Leifur ólst upp við venjuleg sveitastörf. Barna-
skólinn var farskóli sveitarinnar og unglingaskóli í
Steinnesi hjá sr. Þorsteini B. Gíslasyni, eftir það
skóli í tvo vetur í Reykholti í Borgarfirði.
Ungur hóf Leifur rekstur eigin vörubifreiðar,
með þeim fyrstu í sýslunni. Hann vann við akstur
fyrir bændur með aðföng og vörur leiðina milli
Húnavatnssýslu og Reykjavíkur. Þegar hann síðan
tók við búinu að Hnausum hóf hann að byggja
upp húsakost og rækta jörðina. Jörðin Hnausar
var honum kær og starf bóndans og bústofn hugfólgið.
Leifur kvæntist Elnu Thomsen 23. júlí 1967. Foreldrar hennar voru Anna
Kristín Halldórsdóttir og Tomas Thomsen frá Siglufirði. Elna kom sem
ráðskona að Nautabúi í Vatnsdal og þar lágu saman leiðir Leifs og hennar.
Börnum Elnu gekk Leifur síðan í föðurstað. Hann var nær alla sína tíð búsettur
í Hnausum eða til ársins 2000 en þá fluttu þau hjónin í Garðabæ.