Húnavaka - 01.05.2009, Page 168
H Ú N A V A K A 166
og blómarækt og útivist almennt. Hún var listfeng og vinnusöm og féll vart
starf úr hendi. Hún var vel lesin og kynnti sér í erlendum tímaritum tísku-
strauma og ýmislegt það sem hún nýtti sér við saumaskap, eldamennsku og
bakstur.
Að Brekkubyggð 16 var heimili Ebbu fyrir utan allra síðustu árin að hún
dvaldi á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og þar andaðist hún. Útför henn-
ar var gerð frá Blönduósskirkju þann 29. mars.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Lárus Konráðsson,
Brúsastöðum, Vatnsdal
Fæddur 1. desember 1928 – Dáinn 28. mars 2008
Lárus var fæddur í Gilhaga í Áshreppi í Vatnsdal. Foreldrar hans voru bæði
Húnvetningar og bændur í Gilhaga. Móðir hans var Ragnheiður Guðmunds-
dóttir, faðir hans var Konráð Jónsson. Í Gilhaga bjuggu þau árin 1923 til 1932
en fluttu þá um vorið að Vöglum sem var austan megin í Vatnsdalnum. Þar
fæddist yngsta barnið.
Árið eftir veiktist Ragnheiður, móðir Lárusar og dó. Eftir stóð Konráð með
fimm börn og fátt annað til ráða en að koma yngstu börnunum í fóst ur. Börn
Ragnheiðar og Konráðs voru: Ingólfur, Jón, Eggert, Lárus og Ragnheiður. Öll
eru þau nú látin.
Konráð tók saman við Sigurbjörgu Sigur jóns-
dóttur frá Rútsstöðum í Svínadal og átti með
henni fjóra syni; Gunnar, Óskar, Hauk og Kjartan
sem var yngstur.
Eftir móðurmissinn fór Lárus í fóstur til Sigur-
laug ar Jónasdóttur sem þá var ógift ráðskona hjá
föður sínum í Kárdalstungu í Vatnsdal. Henni
fylgdi Lárus þar til hann fór vistráðinn að Brúsa-
stöðum til hjónanna, Benedikts Blöndal og Svein-
bjargar Jónsdóttur sem þá bjuggu tvíbýli við
Krist j án Sigurðsson og Margréti, systur Bene dikts.
Lárus kvæntist jafnöldru sinni, Ragnheiði
Guðrúnu, einkadóttur Benedikts og Sveinbjargar
á Brúsastöðum. Fyrst bjuggu þau með foreldrum
hennar en tóku smám saman við búsforráðum. Í öruggu skjóli tengdasonar og
dóttur bjuggu gömlu hjónin, Benedikt og Sveinbjörg, á Brúsastöðum síðustu
æviárin. Lárus var ákaflega hneigður fyrir búskap og skepnur. Þau hjón vildu
eignast alla Brúsastaðajörðina og varð það úr að þau keyptu helming þeirra
Kristjáns og Margrétar. Tóku þau til óspilltra málanna að byggja upp hús fyrir
fólk og fénað, ræsa fram mýrar og rækta tún. Seinna keyptu þau hálfa
Snæringsstaði til heyskapar.
Börn Lárusar og Ragnheiðar eru: Benedikt Blöndal, kona hans er Svala