Húnavaka - 01.05.2009, Blaðsíða 172
H Ú N A V A K A 170
Árið 1952 kvæntist hann Anne Helene Jóhannsdóttur og hófu þau sinn
búskap á Blönduósi. Lengst af bjuggu þau að Árbraut 5, í húsi sem Einar
byggði. Börnin urðu þrjú. Erla Björg, hennar maður er Guðmundur
Haraldsson, síðan Þorvaldur Ingi, hans kona er Charlotta Ddunn en yngstur
er Jóhann Kári, kona hans er Elísabet Jónsdóttir.
Einar var laginn og góður smiður, kom að byggingu fjölmargra húsa á Blöndu-
ósi og í nærsveitum, sem hann bæði teikn aði og
smíðaði eða byggði að hluta eða öllu leyti.
Einar var einn af stofnendum Trésmiðjunnar
Fróða hf sem hann kom á fót með vinum sínum
og þar var hann framkvæmdastjóri allan þann
tíma er Trésmiðjan Fróði var starfrækt, árin 1956-
86 eða alls í 30 ár. Eftir það stofnaði hann Tré-
smiðjuna Eik hf og rak það fyrirtæki um ára bil.
Síðustu starfsárin vann hann við Blöndu virkj un.
Einar var í hreppsnefnd og byggingarnefnd og
byggingarfulltrúi Blönduóssbæjar til marga ára.
Hann var fjölhæfur, hafði ánægju af tónlist og lék
sjálfur á hljóðfæri og var í hljómsveitum sem
ungur maður. Hann hafði gaman af ferðalögum
innanlands og utan, hafði ánægju af útivist og gaf sér góðan tíma til að kynna
sér þær leiðir og staði sem hann síðan heimsótti hverju sinni. Þá skipulagði
hann, ásamt fleirum, ferðir frá Blönduósi á Hornstrandir.
Síðustu fjögur ár ævi sinnar dvaldi Einar á Heilbrigðisstofnuninni á
Blönduósi. Þar andaðist hann og var útför hans gerð frá Blönduósskirkju 26.
apríl.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Sigþór Guðmundsson
frá Blönduósi
Fæddur 17. júlí 1931 – Dáinn 7. maí 2008
Sigþór fæddist á Blönduósi, sonur hjónanna, Guðmundar Frímanns Agnarsson-
ar frá Fremsta-Gili í Langadal, f. 20. maí 1898, d. 11. maí 1969 og Sigurunnar
Þorfinnsdóttur frá Glaumbæ í Langadal, f. 16. október 1898, d. 22. apríl 1974.
Hann átti tvö eldri systkini, Kristínu Jóhönnu, f. 30. mars 1918, d. 30.
desember 1987 og Agnar Braga, f. 17. ágúst 1919, d. 5. nóvember 1989.
Sigþór ólst upp í foreldrahúsum á Blönduósi og vann þá m.a. hjá Kaupfélagi
Húnvetninga og Sæmundi klæðskera. Síðar fór hann í Verslunarskóla Íslands
og lauk þaðan verslunarprófi árið 1952.
Að loknu verslunarprófi vann hann mest við bókhaldsstörf, m.a. hjá Olíu-
félaginu og síðar hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga. Síðast vann hann á Bók-
haldsstofunni á Höfn sem hann rak um árabil.