Húnavaka - 01.05.2009, Side 174
H Ú N A V A K A 172
Sissa þekkti marga á Skagaströnd og átti fjölda vina þar, þótti þeim mörgum
að sumarið væri komið þegar Sissa gekk um bæinn, glaðleg, og beindi hlýjum
orðum til allra er hún mætti.
Sissa lauk námi frá Verslunarskóla Íslands og stundaði síðan ýmiss konar
skrifstofustörf, m.a. í Soffíubúð (Haraldarbúð), Félagsprentsmiðjunni og hjá
Dagblaðinu. Hún giftist, 8. júní 1946, Sigurði Gunnarssyni prentara f. 10.
ágúst 1923, d. 8. ágúst 1980. Hann var sonur Sigríðar Siggeirsdóttur og
Gunnars Sigurðssonar frá Selalæk. Fjölskyldan bjó lengstum í hjarta Reykja-
víkur, nánar tiltekið á Hverfisgötunni og á
Laugaveginum í nábýli við fjölskyldu Sigurðar og
voru sterk tengsl innan fjölskyldunnar.
Sissa og Siggi eignuðust tvö börn: Sigríður, kenn-
ari og verkefnastjóri á Landspítala, f. 12. ágúst
1946, gift Helga Kristbjarnarsyni lækni 1947-
2002. Þau eignuðust 4 börn, Birnu, Tryggva,
Höllu og Kristbjörn. Ólafur, skólameistari Borgar-
holtsskóla, f. 7. september 1951, giftur Soffíu Unni
Björnsdóttur sérkennara f. 1954. Ólafur á 4 börn,
Steingerði, Hildi, Pétur og Arnar Þór.
Sissa var snemma þrekmikil og áræðin. Um
tvítugt hjólaði hún með hópi ungs fólks frá
Reykjavík til Akureyrar og fóru þau um Hjaltadal
og yfir Heljardalsheiði. Hún var félagslynd kona og hjartahlý og laðaði að sér
fólk. Hún var mikill húmoristi, hafði sérstaka kímnigáfu en sagði alltaf
meiningu sína umbúðalaust og forðaðist blíðmælgi.
Sissa hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og hélt sig alltaf til vinstri. Ekkert
fannst henni skemmtilegra en að diskútera stjórnmál við pólitíska andstæðinga.
Í seinni tíð var henni farið að þykja miðjumoðið nokkuð fyrirferðarmikið í
pólitíkinni og var lítt hrifin af frammistöðu sumra meðaljónanna á þingi.
Hún lét sér annt um þá sem minna mega sín, vann t.d. lengi við
sjálfboðastörf hjá fangahjálpinni Vernd og Hvíta bandinu. Börn hennar
minnast þess að allir voru velkomnir á æskuheimili þeirra og voru gestirnir oft
íbúar ,,götunnar“ í miðbænum, menn sem áttu hvergi höfði sínu að halla.
Voru það oft æði skrautlegir karakterar. Þá var hún alltaf boðin og búin að
skjóta skjólshúsi yfir frændgarðinn á Skagaströnd þegar hann kom til
Reykjavíkur.
Þau hjónin Sissa og Siggi voru mjög söngelsk og mikið sungið og raddað á
heimilinu svo og í allri fjölskyldunni. Þá spilaði Sissa bridds og vann til margra
verðlauna. Þau ferðuðust um landið á sumrin seinni árin og oftast var
ferðalagið skipulagt með það í huga að dvelja góðan tíma á Skagaströnd.
Þegar Sissa fór að eldast fluttist hún í húsnæði fyrir aldraða við Lindargötu.
Eftir að heilsan bilaði bjó hún á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, þar sem hún
naut frábærrar umönnunar.
Útför hennar fór fram í kyrrþey frá Fríkirkjunni þann 19. júní 2008.
Helga Berndsen.