Húnavaka - 01.05.2009, Page 175
H Ú N A V A K A 173
Sigfús Kristmann Guðmundsson,
Blönduósi
Fæddur 4. júlí 1934 – Dáinn 16. júní 2008
Sigfús var fæddur að Eiríksstöðum í Svartárdal. Hann var annað barn þeirra
hjóna, Guðmundu Jónsdóttur frá Eyvindarstöðum í Blöndudal og Guðmundar
Sigfússonar frá Bólstaðarhlíð. Alsystkini hans eru þrjú. Elstur var Óskar
Eyvindur, hann er látinn, þá Sigfús, síðan Jón, hann er látinn og Guðmunda
sem er ein eftirlifandi alsystkinanna. Móður sína missti Sigfús þegar hann var
þriggja ára gamall en faðir hans ól börnin upp saman og hélt áfram heimili.
Hálfsystkini Sigfúsar samfeðra í aldursröð eru Erlingur Snær, Pétur, Ingibjörg,
Ragnheiður, Þorbjörn, Sóley og Eyjólfur.
Bernsku sína átti Sigfús í hópi systkina á Eiríksstöðum í Svartárdal við störf
og leik. Almennt skólanám á þessum árum var farskóli sveitarinnar. Öll börn
sem vettlingi gátu valdið tóku þátt í sveitavinnu eins og þá var títt en búskapur
átti samt ekki við Sigfús þótt hann ynni við hann á meðan hann var heima.
Vélar og tæki áttu hug hans og var hann laginn
við slíkt og gerði seinna að sínu ævistarfi.
Heimilið á Eiríksstöðum einkenndist af söng
og tónlist. Karlakórinn æfði þar heima á
hálfsmánaðar fresti enda fór ekki hjá því að allir
bræðurnir gengju í kórinn. Sigfús lærði snemma á
harmoníku og síðan á gítar og spilaði hann,
ásamt elsta bróðurnum, Óskari, síðan á böllum í
sveitunum í kring.
Sigfús kvæntist Jóhönnu Björnsdóttur frá Gili í
Svartárdal. Þar giftu þau sig í baðstofunni í gamla
bænum að Gili árið 1960. Jóhanna er fædd í
Skagafirði að Valabjörgum. Þau eignuðust fjögur
börn. Elst er Sigþrúður, hennar maður var Skúli
Garðarsson, hann lést árið 2005. Birna er gift
Valgeiri M. Valgeirsyni. Guðmundur er kvæntur Vigdísi Eddu Guðbrandsdóttur
og yngst er Sigurbjörg, hennar sambýlismaður var Jóhann Hólm Ólafsson en
þau slitu samvistum.
Sigfús var alla sína tíð búsettur í Húnavatnssýslu fyrir utan einn vetur í
Reykjavík. Þar voru hann og Jóhanna en komu aftur norður og tóku við sem
húsverðir í Húnaveri og gegndu því starfi í fimm ár. Þau bjuggu um tíma í
Bólstað og að Eiríksstöðum en fluttu síðan til Blönduóss árið 1970. Þau bjuggu
fyrst í Pétursborg en keyptu síðan að Mýrarbraut 10 og bjuggu þar síðan.
Sigfús vann við vélar og tæki og um tíma vann hann á jarðýtu hjá
Búnaðarsambandi Austur-Húnvetninga. Hann var veghefilsstjóri í héraði fyrir
vegagerðina í mörg ár. Einna lengst starfaði hann hjá Mjólkursamlagi