Húnavaka - 01.05.2009, Síða 176
H Ú N A V A K A 174
Húnvetninga sem mjólkurbílstjóri. Hann átti góðan og farsælan starfsferil sem
bílstjóri.
Þegar upprekstrarfélag Eyvindarstaðaheiðar byrjaði með ferðaþjónustu á
heiðinni urðu þau hjón, Sigfús og Jóhanna, fyrstu skálaverðirnir. Í 20 ár voru
þau skálaverðir á sumrin, fyrst í Ströngukvíslarskála og síðan í Galtarárskála á
Eyvindarstaðaheiði.
Söngur og tónlist voru alla tíð áhugamál Sigfúsar. Hann hafði góða
tenórrödd, söng með karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og einsöng með kórnum
um mjög langt skeið. Hann var gerður að heiðursfélaga karlakórsins árið 2005
og söng karlakórinn við útför hans.
Sigfús andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og var útför hans gerð
frá Blönduósskirkju þann 28. júní.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Pálína Margrét Hafsteinsdóttir
frá Skagaströnd
Fædd 1. janúar 1930 – Dáin 22. júlí 2008
Pálína var fædd í Háagerði á Skagaströnd. Foreldrar hennar voru Laufey
Jónsdóttir, húsfreyja og Hafsteinn Sigurbjarnarson, bóndi, kaupmaður og
rithöfundur en þau hjón eignuðust 7 dætur. Pálína ólst upp í Háagerði, á
Finnsstöðum og á Bergsstöðum á Skagaströnd. Fjölskylda hennar var lengst af
kennd við Reykholt á Skagaströnd og var þekkt
fyrir rausn og myndarskap.
Pálína kynntist á uppvaxtarárum sínum
bústörfum eins og þau voru á þeim tíma, bæði
heima á Skagaströnd og í Vatnsdal þar sem hún
var kaupakona, m.a. í Grímstungu og á
Hjallalandi. Árið 1946, þegar Pálína var á 17. ári,
fór hún suður og til vinnu á forsetasetrinu á
Bessastöðum. Það var mikil upphefð fyrir hana að
vera ráðin til starfa á forsetasetrinu en ennþá
mikilvægara var það fyrir hana að henni var
treyst til starfans, þó ung væri.
Á Bessastöðum kynntist Pálína Þórði
Kristjánssyni frá Hólslandi í Eyjahreppi á
Snæfellsnesi sem þá var forsetabílstjóri en síðar verslunarmaður. Þau gengu í
hjónaband þann 16. september árið 1950 og eignuðust þrjú börn sem eru:
Bára fædd 1948, maki hennar er Hörður Sveinsson, þau eignuðust tvö börn.
Hafsteinn, fæddur 1949, fyrri maki var Anna Björk Daníelsdóttir sem nú er
látin, þau eignuðust þrjú börn. Seinni maki Hafsteins er Steinunn Guðnadóttir.
Laufey fædd 1963, hennar maki var Víðir Árnason og eiga þau þrjá drengi.
Pálína og Þórður fluttu til Reykjavíkur eftir að þau létu af störfum á Bessa-