Húnavaka - 01.05.2009, Qupperneq 177
H Ú N A V A K A 175
stöðum og bjuggu lengst af við Bræðraborgarstíg en þar átti hún heimili sitt í
hálfa öld. Þórð mann sinn missti Pálína árið 1991. Síðasta áratuginn var heim-
ili hennar í Kópavogi og var Sæmundur Björnsson kær ástvinur þann tíma.
Þau ferðuðust m.a. saman, dönsuðu, léku golf og áttu margar góðar stundir.
Pálína var þeirrar gerðar að hún lagði alúð í öll sín verk, hvort heldur það
voru störf innan eða utan heimilis og hún lagði kapp á að heimili hennar væri
ávallt snyrtilegt og fallegt. Utan heimilis vann hún m.a. í Efnalauginni Lind-
inni, hjá O. Johnsen og Kaaber og Símanum. Hún var dugleg til vinnu og
hjálpsöm og taldi ekki eftir sér fyrirhöfn eða vinnu ef það kom öðrum vel.
Pálínu þótti vænt um æskustöðvarnar á Skagaströnd og hún naut þess að
koma þangað. Milli þeirra systra var einstakt samband, þær voru samrýndar
og nánar. Pálína hafði gaman af að ferðast og hafði unun af tónlist og dansi.
Hún var ávallt snyrtilega og smekklega klædd og fágun einkenndi hana. Hún
lagði rækt við fólkið sitt og vini, var létt, brosmild og jákvæð, föst fyrir og fylgin
sér og vildi láta hlutina ganga. Henni var það gefið að sjá fremur lausnir en
vandamál.
Útför Pálínu Margrétar Hafsteinsdóttur var gerð frá Fossvogskirkju þann
30. júlí. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Friðrik Brynjólfsson,
Austurhlíð
Fæddur 24. desember 1923 – Dáinn 18. ágúst 2008
Friðrik Brynjólfsson fæddist á aðfangadag jóla á Þingeyri við Dýrafjörð.
Foreldrar hans voru Brynjólfur Einarsson 1874-1953, bóndi á Brekku á
Ingjaldssandi, Lækjarósi, Klukkulandi og Þingeyri og kona hans, Sigríður
Guðrún Brynjólfsdóttir 1881-1971.
Hann var yngstur 12 barna þeirra hjóna sem eru nú öll látin. Fyrsta barn
Brynjólfs og Sigríðar fæddist á Brekku á Ingjaldssandi en dó í fæðingu meðan
brotist var eftir lækni í ófærð og illviðri. Hin börnin voru: Einar fæddur 1906,
Kristján fæddur 1907, Brynjólfur fæddur 1909, Þórarinn fæddur 1911, Ólína
fædd 1913, Sigríður Ingveldur fædd 1914, Ármann fæddur 1917, Helgi
fæddur 1918, Ingimundur fæddur 1920 og Sveinn fæddur 1922.
Friðrik ólst upp á Þingeyri til 10 ára aldurs er fjölskyldan fluttist að
Klukkulandi í Núpsdal í Mýrarhreppi, Vestur-Ísafjarðarsýslu. Þar átti hann
heima fram um tvítugsaldurinn, gekk í barnaskóla og síðar í Alþýðuskólann á
Núpi veturinn 1942-1943.
Friðrik lærði húsasmíði hjá Helga Gestssyni, mági sínum á Patreksfirði, gekk
í iðnskólann þar og lauk prófi með ágætiseinkunn. Meistarabréf hans í iðninni
er stimplað og útgefið 13. ágúst 1952. Hann vann við húsasmíði og um tíma
við gerð Sogsvirkjunar og var virkur félagi í Trésmíðafélagi Reykjavíkur. Hann
byggði, ásamt bróður sínum Ármanni, húsið við Rauðalæk 33, þar sem