Húnavaka - 01.05.2009, Side 179
H Ú N A V A K A 177
Bibba lagði ekki fyrir sig langskólanám en gekk samt menntaveginn í orðsins
fyllstu merkingu því á skólaaldri stikaði hún einatt götuna frá Háagerði inn á
Skagaströnd þá daga sem skólahald var.
Þegar unglingsárunum sleppti leit reyndar út fyrir um tíma að menntavegurinn
yrði fetaður lengra og á nýjum brautum þar sem bæði tónlistarkennarinn á stað-
num og foreldrar hennar vildu koma henni í orgelnám hjá Páli Ísólfssyni en
örlögin höguðu því þannig að af því varð ekki.
Árið 1948 kynntist Bibba eiginmanni sínum, Jósef Stefánssyni, sem fæddur
var 1922 en dáinn 2001. Þau gengu í hjónaband 1954. Þau hófu búskap sinn í
Reykholti á Skagaströnd og bjuggu þar alla tíð
síðan og varð fjögurra barna auðið:
Stefán, fæddur 1950, hans maki er Sigríður
Gestsdóttir og þeirra börn eru Guðmundur Henrý,
Jósef Ægir, Jón Örn og Ragnheiður Erla.
Rúnar, fæddur 1951, hans maki er Súsanna
Þórhallsdóttir og þeirra dætur eru Ragnheiður
Ásta, Salome Ýr og Anna Dúna.
Jón Gunnar, fæddur 1953, hans maki er Ásta
Helgadóttir og börn hans eru Arna Guðrún,
Aðalbjörg Birna og Laufey.
Líney, fædd 1955, Sveinn Ingi Grímsson er
hennar maður og þeirra börn eru Þorlákur
Sigurður, Ólína Laufey og Friðþór Norðkvist.
Fyrir alla þá blessun sem í börnunum felst var
Bibba þakklát. Þakklætið birtist kannski fyrst og fremst í ríkri umhyggjusemi og
væntumþykju fyrir börnum sínum og ömmubörnum. Enda sóttu þau í að
koma til hennar og njóta glaðværðar hennar, gestrisni og gjafmildi. Það gerðu
og systur hennar, sem annað hvort kíktu við þegar leiðin lá hjá garði eða höfðu
símasamband öðru hvoru enda samheldni systranna við brugðið. Allir fundu
að faðmurinn var hlýr og í þennan opna faðm húsmóðurinnar í Reykholti
sóttu auk þess margir utan fjölskyldukjarnans enda hver stenst kaffi með
kærleikans bragði eða kaffibrauð yfirhúðað af ómældu yndi.
Þrátt fyrir umtalaða og ómælda fórnfýsi öðrum til handa þá vildi Bibba
helst komast undan því að þiggja gjafir af öðrum, sérstaklega ef um var að
ræða glys og glingur sem mölur og ryð fær grandað og eytt.
En lífið var ekki bara innivera og kaffiilmur því Bibba var mikið náttúrubarn
og dýravinur. Hún hafði yndi af útiveru hvort heldur að ganga til berja eða til
kinda og hrossa. Raunar voru kindur og hross hennar ær og kýr því hún hafði
mjög gaman af að umgangast dýrin í gegningum vetrarins og þó kannski
kindurnar sérstaklega í vaxandi vori á sauðburði. Þar naut sjálfmenntaði dýra-
læknirinn Bibba sín best með staðbundin réttindi því oft var hún köll uð yfir í
önnur fjárhús á Ströndinni til að hjálpa kindum sem áttu erfitt með burð.
Bibba og Jobbi höfðu gaman af að sækja landið heim og fóru þá oft í
veiðitúra í leiðinni. Þetta gerðu þau óspart lengi vel meðan Jobbi lifði en síð-
ustu árin sem þau áttu saman voru þau aðallega á rúntinum heima fyrir eins