Húnavaka - 01.05.2009, Page 180
H Ú N A V A K A 178
og ,,hinir“ unglingarnir en meðalhraði græna bílsins var heldur hægari en hjá
yngri unglingunum.
Bibba lét ekki ævikvöldið líða hjá í rólegheitunum, heldur var hún ætíð að
sýsla og iðja og féll aldrei verk úr hendi. Síðustu sjö vikurnar varð þó aðeins
slakað á sakir sjúkleika og 26. ágúst var lífsglasið útrunnið á Heilbrigðisstofnun-
inni á Blönduósi.
Ragnheiður Birna Hafsteinsdóttir var jarðsungin frá Hólaneskirkju 30.
ágúst og hlaut sinn hinsta legstað í Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Magnús Magnússon.
Hannes Guðmundsson,
Auðkúlu
Fæddur 3. apríl 1925 – Dáinn 10. september 2008
Hannes var fæddur að Hafgrímsstöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru
Pálína Anna Jónsdóttir, fædd að Brún í Svartárdal og Guðmundur Kristjánsson
frá Syðri-Löngumýri. Systkini hans voru í aldursröð; Guðrún Halldóra var elst
en hún dó í frumbernsku. Síðan Hannes, þá Arnljótur, hann er látinn. Yngst
var Elín Sigurbjörg, hún er látin.
Hannes flutti með foreldrum sínum í Húna-
vatnssýslu, fyrst að Syðri-Löngumýri en síð an í
Sléttárdal. Árið 1939 féll faðir Hannesar frá en þá
var fjölskyldan búsett á Höllustöðum. Þar bjuggu
þau um 6 ára skeið en fluttu síðan aftur að Syðri-
Löngumýri. Árið 1947 flutti Hannes með móður
sinni og systkinum að Auðkúlu. Þar bjuggu þau
síðan með frænku hans, Steinunni Helgadóttur.
Pálína, móðir Hannesar, andaðist árið 1972 en
Steinunn árið 1985.
Hannes lauk búfræðinámi frá bændaskólanum
á Hvanneyri og var síðan búandi á Auðkúlu. Þar
byggði hann upp íbúðarhús og útihús. Á Auðkúlu
var jafnan mannmargt í heimili, vinnumenn og börn sumarlangt í sveit sem
bundust Hannesi vin áttu böndum enda var hann sérstaklega barngóður svo að
ungviðið hændist að honum.
Hann tók þátt í félagsstörfum, var áhugamaður um frjálsar íþróttir og tók
sjálfur þátt í íþróttum fram eftir aldri. Einnig var hann liðtækur glímumaður
og vann til margra verðlauna á íþróttamótum. Eftir að hann sjálfur hætti virkri
þátttöku hafði hann ánægju af að fylgjast með íþróttaleikjum, hvort heldur var
að sjá þá leikna eða heyra og sjá lýsingu þeirra í útvarpi eða sjónvarpi. Einnig
leiðbeindi hann unga fólkinu heima í héraði á sviði frjálsra íþrótta og glímu.
Af öðrum áhugamálum Hannesar má nefna söng og var hann um tíma í
karlakór. Einnig hafði hann áhuga á bókum og fræðimennsku og var