Húnavaka - 01.05.2009, Page 181
H Ú N A V A K A 179
einstaklega vel lesinn og fróður. Íslendingasögurnar voru honum hugfólgnar
og var hann vel heima í þeim.
Síðustu æviárin átti Hannes heima á dvalardeild sjúkrahússins á Blönduósi
og síðan á sjúkradeild. Þar andaðist hann og var útför hans gerð frá
Svínavatnskirkju þann 19. september.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Þórhallur Sigurbjörn Blöndal,
Blönduósi
Fæddur 10. júní 1923 – Dáinn 19. september 2008
Þórhallur fæddist á Blönduósi. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jakobsdóttir frá
Þverá í Vesturhópi og Björn Lúðvík Blöndal, fæddur í Mjóadal í Austur-
Húnavatnssýslu. Björn Lúðvík var lærður skósmiður og vann við sitt fag, fyrst
á Blönduósi og síðan í Reykjavík. Ingibjörg og Björn Lúðvík Blöndal eignuðust
þrjú börn, elstur var Þórhallur Sigurbjörn, síðan Þorbjörn sem dó í barnæsku
og yngst er Þorbjörg Ásdís en hún er búsett í Bandaríkjunum.
Fyrstu tólf ár sín átti Þórhallur á Blönduósi en þá flutti fjölskylda hans til
Reykjavíkur. Barnaskólanámið var á Blönduósi og í Reykjavík, fljótlega eftir
það hóf hann nám hjá föður sínum í skósmíði og
iðnskólanám. Hann hóf síðan leigubílaakstur í
Reykjavík. Þetta var á hernámsárunum.
Árið 1949 kom Þórhallur aftur til Blönduóss og
hóf vinnu hjá frændum sínum í Vélsmiðjunni
Vísi. Hjá þeim vann hann við vélaviðgerðir allt til
þess að hann stofnaði sitt eigið viðgerðaverkstæði
uppi á Brekkunni eins og byggðin fyrir ofan
Blönduós nefnist. Þórhallur hóf sambúð með
Guðfinnu Pálsdóttur frá Hofi á Skagaströnd. Þau
gengu í hjónaband 1. desember 1971. Búskap
sinn höfðu þau byrjað í Lárusarbænum er stóð
við Brekkuna. Þau bjuggu um tíma í gamla
sýslumannshúsinu sem er Brekkubyggð 2.
Árið 1976 byggðu þau íbúðarhúsið að Brekkubyggð 8 og bjuggu þar síðan.
Þórhallur og Guðfinna eignuðust þrjú börn en fyrir átti Guðfinna eina
dóttur, Sigríði Birnu Björnsdóttur. Börn Þórhalls og Guðfinnu eru Lúðvík Þór,
sambýliskona hans er Margrét Þorsteinsdóttir, Auðunn Sigurbjörn, sam-
býliskona hans er Nanna Hafdís Sigfúsdóttir og yngst er Ingibjörg, hún er gift
Karli Óskarssyni.
Þórhallur var vinnusamur og var vinnan hans helsta áhugamál, það er að
segja bílar, vélar og verkfæri. Hann var duglegur og fær verkmaður með
ráðherrabéf í sinni iðn. Hann las sér til í sínu fagi, í erlendum fagritum og
bókum og vildi fylgjast með nýjungum og tækni.