Húnavaka - 01.05.2009, Síða 183
H Ú N A V A K A 181
Erla og Guðmundur áttu miklu barnaláni að fagna, þau eignuðust 9 börn
en fyrir átti Erla eina dóttur, Sigríði Þórunni Gestsdóttur. Hún er búsett á
Skaga strönd, ásamt manni sínum, Stefáni H. Jósefssyni og eiga þau 4 börn.
Börn Erlu og Guðmundar eru: Lára Bylgja, hennar maður er Jan Erik
Gjernes, þau eru búsett í Noregi og eiga fjórar dætur. Guðmundur Viðar á
fjögur börn, kona hans er Elín Brynjarsdóttir, þau búa á Akureyri. Valdimar
Lárus býr í Reykjavík, hann á fjögur börn. Kristinn Reynir er kvæntur Vil-
borgu Magnúsdóttur, þau búa í Húnaþingi vestra og eiga tvær dætur. Sigurður
Brynjar er kvæntur Halldóru Halldórs dóttur, þau
eru búsett í Reykjavík og eiga fjóra syni. Þórdís
Elva er gift Jóni Árnasyni, þau eiga þrjú börn og
eru búsett Kópavogi. Hjörtur Sævar er búsettur á
Skagaströnd, kona hans er Vigdís Ómarsdóttir,
þau eiga fjögur börn. Soffía Kristbjörg, býr í
Reykjavík, maður hennar er Halldór Ólafsson,
þau eiga tvær dætur. Sigurbjörg Stella er einnig
búsett í Reykjavík, maður hennar er Jóhannes
Guðmundsson, þau eiga tvær dætur.
Árið 1969 flutti Valdimar faðir Erlu til þeirra
og bjó hann hjá þeim eftir það í góðu yfirlæti, allt
þar til hann lést.
Erla og Guðmundur bjuggu á Skagaströnd allt
til ársins 1983 en þá fluttu þau aftur til Reykjavíkur. Sama ár hóf Erla störf
hjá Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar í Hátúni og starfaði þar uns hún lét
af störfum sökum aldurs.
Erla hafði afar hlýja nærveru og mikið jafnaðargeð. Hún var börnum sínum
góð móðir og þegar barnabörnin fóru að koma hvert af öðru hændust þau að
henni og áttu ævinlega skjól í faðmi hennar og Guðmundar.
Eftir lát manns síns árið 2002 flutti Erla í Dofraborgir, þar sem hún var í
íbúð í sama húsi og Sigurbjörg dóttir hennar. Síðustu árin glímdi hún við
heilsuleysi. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi.
Erla Valdimarsdóttir var jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 6.
október og jarðsett í Gufuneskirkjugarði
Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.
Þorkell Sigurðsson,
Barkarstöðum
Fæddur 23. mars 1933 – Dáinn 7. október 2008
Þorkell Sigurðsson fæddist á Barkarstöðum í Svartárdal. Foreldrar hans voru
Halldóra Bjarnadóttir frá Hallfreðarstöðum í N-Múlasýslu, húsfreyja á
Barkarstöðum, fædd 1903, dáin 1960 og Sigurður Þorkelsson, bóndi á
Barkarstöðum, fæddur 1888, dáinn 1976.