Húnavaka - 01.05.2009, Side 184
H Ú N A V A K A 182
Halldóra og Sigurður eignuðust auk Þorkels þrjú börn: Drengur fæddist
1929 og dó sama ár, Bjarni Steingrímur er fæddist 1937, hann er búsettur á
Blönduósi og Engilráð Margrét sem fæddist 1941, hún er búsett á
Sauðárkróki.
Þorkell ólst upp á Barkarstöðum, tók snemma ábyrgð og fór að sinna öllum
hlutum sem lutu að búrekstrinum, hann var vinnusamur og hafði mikinn
verkáhuga strax í barnæsku. Samhliða störfunum
á heimilinu gekk hann í farskólann í sveitinni en
utan þess var hann sjálfmenntaður.
Þorkell kvæntist hinn 20. desember 1969 Birnu
Maríu Sigvaldadóttur frá Stafni í Svartárdal, fædd
28. febrúar 1935. Foreldrar hennar voru Steinunn
Elísabet Björnsdóttir, húsfreyja í Stafni og Sigvaldi
Halldórsson, bóndi þar.
Synir Þorkels og Birnu Maríu eru Sigurður,
bóndi á Barkarstöðum, fæddur 1970 og Halldór,
rafvirkjameistari í Reykjavík, fæddur 1972,
kvæntur Margréti Sigurðardóttur, sjúkraþjálfara.
Dætur þeirra eru þrjár.
Fyrir átti Birna María Sigurstein Bjarnason,
bónda í Stafni, fæddan 1960 og Ara Grétar Björnsson, leigubílstjóra í
Reykjavík, fæddur 1963, kvæntur Jóhönnu Líndal Jónsdóttur, iðjuþjálfa.
Þorkell bjó alla tíð á Barkarstöðum og stundaði þar búskap og segja má að
jörðin og sveitin í kring hafi átt hug hans allan. Hann var ræktunarmaður á
land og bústofn, átti fallegt og arðsamt sauðfé og góða hesta. Þar átti Sigurður,
faðir Þorkels, mjög gott skjól hjá þeim hjónum síðustu æviárin. Þau hjónin
voru og samhent í gestrisni og einstaklega skemmtileg heim að sækja enda
Þorkell annálaður fyrir hnyttileg tilsvör.
Árið 2005 greindist Þorkell með staðbundið krabbamein og í framhaldi af
því fór hann í þrjár aðgerðir og geislameðferð eftir þá síðustu.
Þorkell lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Útför hans var gerð frá
Bergsstaðakirkju laugardaginn 18. október.
Sr. Fjölnir Ásbjörnsson.
Indiana Sigfúsdóttir,
Sunnuhlíð, Vatnsdal
Fædd 16. júní 1927 – Dáin 18. október 2008
Indiana Sigfúsdóttir var barn þeirra hjóna, Sigríðar Indiönu Ólafsdóttur, er
kenndi sig við Ólafshús á Blönduósi og var af ætt Bólu-Hjálmars, og Sigfúsar
Jónassonar bónda og bókbindara í Forsæludal ættaður frá Saurbæ í Vatnsdal.
Þau hjón Sigríður og Sigfús eignuðust átta börn. Þau voru; Ingibjörg,
Benedikt, Jónas, Sigríður, Sigfús, Ólafur og Guðrún. Yngst barnanna var
Indiana. Guðrún er ein eftirlifandi systkinanna.