Húnavaka - 01.05.2009, Page 185
H Ú N A V A K A 183
Indiana var fædd að bænum Forsæludal og stendur bærinn þar fremst og
austan Vatnsdalsár. Í Forsæludal ólst hún upp hjá foreldrum sínum og
systkinum, þar átti hún sín barnæsku-, ungdóms- og manndómsár og lífið
snerist um vinnuna heima. Barnaskólinn var farskóli sveitarinnar sem var
meðal annars í Þóromstungu. Í Kvennaskólann á
Blönduósi fór Indiana veturinn 1946-47.
Í Forsæludal byrjaði Indiana síðan búskap með
Braga Haraldssyni en þau fluttu sig síðan á næsta
bæ, Sunnuhlíð, árið 1962. Í Sunnuhlíð voru þau
búandi, fyrst sem leiguliðar en keyptu seinna
jörðina og bjuggu þar síðan.
Barn Indiönu er Sigríður Ragnarsdóttir en
hún er elst. Börn Indiönu og Braga Haraldssonar
eru; Sigfús, Kristín, Ólafur, Jónas, hann er látinn,
Helgi og yngstur er Árni.
Indiönu Sigfúsdóttur einkenndi fórnfýsi, tryggð
og væntumþykja fyrir þeim sem henni var trúað
fyrir. Hún lifði fyrst og síðast fyrir eiginmann sinn,
börn in og börn þeirra. Heimilið í Sunnuhlíð einkenndi gestrisni og var hún góð
heim að sækja enda gaman af samskiptum við fólk. Hún var glaðsinna og bjó
yf ir kímnigáfu. Bókalestur, vísnagerð og kveðskapur voru meðal hennar áhuga-
mála. Hún hafði líka ánægju af handavinnu, að hlusta á tónlist og spila á spil.
Indiana var skáldmælt og eftir hana liggja ótal ljóð og vísur. Mörg ljóð
hennar segja margt um hana sjálfa og lýsa þeim hug sem hún bar til sveitar
sinnar og bernskustöðvanna, fjallanna, heiðanna og ósnortinnar náttúru. En
hún naut þess líka að ferðast meðan hún hafði heilsu. Ein vísa hennar er á
þessa leið.
Ferðaþrá í brjósti brann
burt um víða geyma.
En allt það sem ég fegurst fann,
fann ég hérna heima.
Í Forsæludal og Sunnuhlíð bjó Indiana alla ævi, fyrir utan síðustu tvö árin.
Þann tíma var hún á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, þar andaðist hún og
var útför hennar gerð frá Undirfellskirkju 25. október.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Kristinn Pálsson,
Blönduósi
Fæddur 22. desember 1927 – Dáinn 21. október 2008
Kristinn var fæddur á Hofi á Skagaströnd, foreldrar hans voru hjónin, Sigríður
Guðnadóttir, fædd í Hvammi í Holtum og Páll Jónsson, fæddur á Balaskarði.
Börn þeirra eru í aldursröð; Kristinn, Guðný Málfríður, hún er látin, Guðfinna,
Jón Sveinn, Ingveldur Anna, Ásdís og Edda.