Húnavaka - 01.05.2009, Side 186
H Ú N A V A K A 184
Kristinn ólst upp á Hofi á Skaga til 16 ára aldurs er fjölskyldan flutti til
Skagastrandar. Gerðist faðir hans kennari og skólastjóri við barnaskólann
þar.
Á Skagaströnd vann Kristinn þá vinnu sem til féll, það var eins um hann og
aðra unglinga að snemma var byrjað að taka til hendinni. Hann vann við
uppskipun og var í vegavinnu. Þrjú sumur vann hann í síldar verk smiðjunni og
var tvö sumur á síld á Jóni Finnssyni II úr Garðinum.
En Kristinn hafði strax hug á að læra og mennta sig. Eftir unglingaskóla hjá
sr. Þorsteini B. Gíslasyni tóku við tveir vetur að Reykjaskóla í Hrútafirði, síðan
kennaranám við Kennararskólann í Reykjavík og þar lauk hann prófi árið
1949. Eftir það var hann við kennslu, fyrst við barna- og unglingaskólann í
Keflavík, og síðan við barna skólann á Skagaströnd. Á sumrin vann Kristinn
við Mjólkurstöðina á Blönduósi.
Hann kvæntist, árið 1953, eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Pálsdóttur og
fluttu þau til Blönduóss árið 1961. Foreldrar Guðnýjar voru Hjálmfríður Anna
Kristófersdóttir og Páll Geirmundsson, búsett á Blönduósi.
Kristinn og Guðný eignuðust tvö börn, Pál sem er kvæntur Ásu Bern-
harðsdóttur og Hjálmfríði sem er gift Ólafi G. Sæmundssyni.
Kristinn vann ýmsa vinnu á Blönduósi, var m.a. kjötbúðarstjóri hjá Sölu-
félagi Austur-Húnvetninga og kenndi við Barna- og miðskólann á Blönduósi.
Á sumrin vann hann við það sem fékkst. Hann hætti kennslu árið 1974, vann
um skeið í Mjólkurstöðinni, síðan í Byggingarvöruverslun Kaupfélags Hún-
vetninga og endaði starfsferilinn í Vilkó árið 1995.
Kristinn kom að félagsmálum, hann var í
stjórn kaupfélagsins, í hreppsnefnd, sóknarnefnd
Blönduósskirkju og umsjónarmaður kirkjugarðsins
á Blönduósi. Einnig var hann í bókasafnsnefnd,
barnaverndarnefnd og í áfengis varnar nefnd.
Kristinn var hæglátur og dagfarsprúður maður,
duglegur og bóngóður, traustur og tryggur
heimilisfaðir er sá vel fyrir heimili sínu, konu og
börnum. Að Húnabraut 10 á Blönduósi byggðu
þau sér heimili, Kristinn og Guðný og bjuggu þar
í 40 ár.
Áhugamál Kristins voru náttúran og
náttúruskoðun og einkanlega fuglaskoðun. Svo
hafði hann og mikinn áhuga á öllu sem við kom
íslensku máli. Hann hafði gaman af handverki og smíðaði leikföng og annað
sem ungviðið naut síðan góðs af. Þá batt hann inn bækur og tímarit, sér til
dægrastyttingar og safnaði frímerkjum og vísum.
Kristinn andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og var útför hans
gerð frá Blönduósskirkju 27. október.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.