Húnavaka - 01.05.2009, Blaðsíða 187
H Ú N A V A K A 185
Haraldur Róbert Eyþórsson,
Brúarhlíð
Fæddur 6. ágúst 1927 – Dáinn 25. nóvember 2008.
Haraldur var fæddur í Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi við Ísafjörð. Foreldrar
hans voru Pálína Salóme Jónsdóttir, fædd í Fremri-Hnífsdal og Jón Eyþór
Guðmundsson, fæddur að Guðlaugsstöðum í Blöndudal, Austur-
Húnavatnssýslu. Alsystkini Haraldar voru í þessari röð; Guðmundur, Kjartan
Blöndal, Elín Ingibjörg, drengur fæddur andvana, Jóhann, Halldór Ingimund-
ur, Haraldur Róbert sem var næst yngstur en yngstur var Haukur Líndal.
Haukur er einn eftirlifandi alsystkinanna.
Elst systkinanna samfeðra var hálfsystirin Unnur en hún fór barnung með
móður sinni til Ameríku.
Haraldur ólst upp með foreldrum og systkinum vestur á fjörðum til tíu ára
aldurs, þá fluttu foreldrar hans í Húnavatnssýslu og bjuggu þau á nokkrum
bæjum, aðallega í Svínavatnshreppi. Hann vandist snemma öllum algengum
sveitastörfum í foreldrahúsum. Seinna var hann við brúarsmíði og í
vinnumennsku á bæjum í sveitinni og vann við annað það er til féll.
Haraldur var vinnumaður á Ytri-Löngumýri er saman lágu leiðir hans og
Ritu Irmgard Bünting frá Lübeck í Þýskalandi. Hingað kom hún til landsins í
sveitavinnu eftir stríð.
Þau giftu sig 16. júní 1950 og eftir stuttan búskap fyrir norðan settu þau
saman sitt heimili í Reykjavík. Börn þeirra eru: Reinhold, hann er látinn, hann
var kvæntur Edeltraut Flatau–Haraldsson. Tvíburi Reinholds var andvana
fædd stúlka. Haraldur og Rita eignuðust síðan
dótturina Eygló Maríu, hún er gift Thomasi
Wirth.
Eftir um 10 ára hjónaband slitu þau Haraldur
og Rita samvistum og flutti hún aftur til Þýskalands
með börnin.
Á Reykjavíkurárum sínum stundaði Haraldur
ýmsa vinnu, bæði til sjós og lands. Hann var um
skeið á togurum og bátum, vann í landi hjá Pósti
og síma og einnig vann hann við leigubílaakstur.
Þegar Haraldur flutti aftur í Húnavatnssýsluna
réði hann sig í vinnumennsku til bróður síns,
Guðmundar bónda í Brúarhlíð í Blöndudal. Í
Brúarhlíð átti Haraldur heimili í um 30 ár og
vann að búinu þar. Dýrahald og búskapur átti
ágætlega við hann. Í Brúarhlíð var Haraldur þar til frænka hans, Guðmunda
Sigrún Guðmundsdóttir og maður hennar, Þór Sævarsson, tóku við búinu. Þá
flutti Haraldur til Blönduóss og átti þar heima síðan. Lífið í sveitinni togaði þó