Húnavaka - 01.05.2009, Page 188
H Ú N A V A K A 186
alltaf í hann og meðan heilsan leyfði fór hann í Brúarhlíð til dvalar um lengri
eða skemmri tíma.
Síðustu ár ævi sinnar dvaldi Haraldur á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
og þar andaðist hann. Útför hans var gerð frá Bólstaðarhlíðarkirkju 6. des-
ember.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Ari Arason
frá Blönduósi
Fæddur 13. desember 1954 – Dáinn 22. desember 2008
Ari var fæddur á Blönduósi, foreldrar hans voru Guðlaug Nikódemusdóttir og
Ari Jónsson.
Á Blönduósi ólst hann upp hjá foreldrum sínum og systkinum í húsi sem
nefndist Skuld sem nú er Hafnarbraut 3. Systkinahópurinn var stór, þrír
hálfbræður sammæðra; Brynjólfur, Jón og Grétar Sveinbergssynir. Grétar er
látinn. Alsystkini Ara eru; Karl, Þorleifur hann er
látinn, Ingibjörg Þuríður, Valgerður Margét hún
er látin, Jón, Sveinn, Haraldur Nikódemus, síðan
Ari, Guðrún og yngst er Anna Helga.
Ari var ellefu ára gamall þegar hann missti
föður sinn. Fráfall föðurins var mikið áfall eigin-
konu og börnum.
Ari var duglegur að sjá sér farborða, vel gefinn
og átti gott með að læra. Eftir barna- og
gagnfræðaskólanám á Blönduósi tók seinna við
nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og þaðan
lauk hann prófi úr fiskimanna- og farmannadeild.
Eftir Stýrimannaskólann hóf hann nám í
útgerðartækni við Tækniskóla Íslands og að því
loknu tók við viðskipta- og hagfræðinám í Háskóla Íslands.
Á námsárum sínum stundaði Ari sjóinn á sumrin eða þegar færi gafst, bæði
hjá Sambandinu og svo seinna hjá Ríkisskip sem stýrimaður. Eftir háskólanámið
hóf hann störf hjá Fiskifélagi Íslands og seinna Fiskistofu og þar starfaði hann
síðustu 15 árin.
Hann bjó sér heimili að Kleppsvegi 10 í Reykjavík, þar var hans heimili
síðast en á Blönduósi voru ræturnar og þangað leitaði hugurinn.
Ari var ókvæntur og barnlaus en fjölskylda hans og ættmenni og sérlega
smáfólkið í fjölskyldunni var honum hugfólgið. Eitt af áhugamálum hans voru
ferðalög, útivist og frjálsar íþróttir. Hann ferðaðist mikið innanlands, las líka
mikið og var því vel að sér um mörg málefni.
Ari lést fyrir sunnan, útför hans var gerð frá Blönduósskirkju 3. janúar 2009.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.