Húnavaka - 01.05.2009, Page 191
189H Ú N A V A K A
Rigndi mikið um miðjan daginn, hiti
9 stig þann tuttugasta. Sólskin og
heiður himinn þann 21. þó þokubakki
hyldi Vatnsnes og Strandir. Góðviðri
og hlýtt 22.-23. maí, hiti 13-15 stig.
Hver dagur öðrum betri 24.-29. Hiti
allt að 18 stigum. Jarðskjálftar riðu
yfir Suðurland þann 29. Enn unaður
vors og blíðviðris 30.-31.
Júní.
Niður undir frostmark fór hitastig
aðfaranótt fyrsta en fagur var
sólbjartur morgunninn. Þetta var
blíður vordagur, hiti komst í 19 stig,
þó kuldaleg móða hjúpaði Strandir.
Svipað veður annan. Svalara þriðja
og þoka hékk yfir. Þann dag var
hvítabjörn felldur við Þverárfjall.
Góðir hlýir dagar 4.-5. Ég setti niður
fyrstu kartöflurnar. Glaðasólskin og
hiti komst í 18 stig þann sjötta.
Hvolfurigndi um stund síðdegis.
Sannkölluð gróðrarskúr. Vorblíðir
dagar 7.-15., hagstæðir gróðri og öllu
kviku. Sá hita fara í 23 stig þann
áttunda. Dagana 16.-17. dvaldi gömul
og þreytt hvítabirna í æðarvarpinu á
Hrauni. Hún var skotin síðdegis þann
17. Mér fannst hún lánsöm að fá að
deyja þar. Hitahámark 11 stig. Norð-
angjóla þann 18. Mikið sólskin. Oft
verða skýjabólstrar yfir Ströndum fall-
egir við þær aðstæður. Hár, blásvartur
bakki í norðri um kvöldið. Bjartur,
svalur dagur þann 19. Sólskinsdagur
20., hiti fór í 16 stig. Sólríkir
góðviðrisdagar 21.-26., hiti 16-18 stig.
Svalara 27., hiti féll í tvö stig um
kvöldið og gerði norðan slagviðris
vatnsveður. Gránaði í hæstu fjöll
aðfaranótt 28. Hiti náði þó 8 stigum.
Bakki huldi Strandir. Þurrt og mildara
29., hiti um hádaginn 11 stig. Sólskin
og norðan gjóla þann 30., hiti 12 stig.
Júlí.
Sólskinslaust, hitahámark 10 stig
fyrsta júlí. Góð regndemba um miðjan
dag 2., hiti komst í 16 stig. Sólskin og
logn um kvöldið. Dýrðardagur 3.
Mestur hiti á landinu, 22 stig, á
Blönduósi. Þoka allan daginn 4. og
suddaði úr henni, hiti náði 11 stigum.
Þoka að morgni 5. heim að bæ. Birti
vel til og hiti náði 20 stigum. Góðviðri
og þurrkur 6.-8. þó þokusuddi um
nætur. Svipað veðurfar 9.-11., þoka
um nætur, sólskin og blíða er birti til.
Hiti komst í 22 stig þann 10. Það
rigndi drjúgt 12., hiti náði þó 14
stigum. Áfram regnsuddi 13.-14., hiti
10-11 stig. Sá til sólar síðdegis 15.
Sólskin og góðviðri 16. og hitahámark
19 stig. Allt regnvott eftir nóttina þann
17. Hiti féll í 5 stig um kvöldið. Svalur
þurrkdagur 18. Hiti komst í 14 stig,
féll í 4 stig um kvöldið. Heitur
sólskinsdagur sá 19., hiti fór í 22 stig.
Glaðasólskin og sér til ystu Stranda
þann 20., hiti 17 stig. Alskýjað, falleg
skýjaskil, góðviðrislegur himinn 21.
Rigndi svo síðdegis að það stóðu
pollar á hlaðinu. Hitahámark 17 stig.
Mörg sýnishorn af veðri 22. Það
rigndi drjúgt í morgun, birti fallega
upp á milli. Hitahámark 17 stig. Góðir
hlýir þurrkdagar 23.-24. Hiti 17-18
stig. Bjartir góðviðrisdagar 25.-26. þó
þoka legðist að um nætur. Enn góðviðri
27.-28. Tek það fram 28. að hvergi
hafi verið þoku að sjá. Heitasti dagur
sem komið hafði í sumar, 26 stig.
Þokudagar 29.-30. þó náði hiti 14-16
stigum. Þoka heim að bæ að morgni
31. Birti vel til og gerði fegursta
sólskin um miðjan daginn. Hiti náði
17 stigum. Þoka kom aftur um kvöldið.
Júlí var hlýr og öllum gróðri hagstæður
þó oft væri þoka um nætur.