Húnavaka - 01.05.2009, Page 192
H Ú N A V A K A 190
Ágúst.
Lognværð, þoka heim að bæ, stéttin
þurr. Mikil dögg á grasi. Ekki sá ég
hita fara lægra en í 9 stig þessa fyrstu
ágústnótt. Hámark dags 14 stig. Tók
upp fyrstu kartöflur þessa sumars 2.
Suddaþoka um morguninn, sólskin
síðdegis og hiti 16 stig. Sólskin, fagur
morgunn 3. Eftir minni dagbók að
dæma voru 4.-20. þurrir, góðir dagar
og hiti 16-18 stig. Það rigndi 21.-23.
svo það stóðu pollar á
Svínvetningabrautinni. Sólskin og
blíða 24. Hiti fór í 18 stig. Stórrigndi
um miðjan daginn 25., hiti 9 stig og
féll í 6 stig um kvöldið. Hæglátir dagar
26.-28. og ekki sá ég merki um frost.
Bláberjasprettu hef ég aldrei séð
meiri, ekki einu sinni 2004 sem ég hélt
þá að yrði sú mesta sem fyrir mín
augu bæri. Allstíf sunnangola og
mikið rigndi aðfaranótt 29. Hiti fór þó
í 15 stig um hádaginn. Ofsarok víða
sunnanlands þann dag. Góðviðrisdagar
30.-31. Hitahámörk 15-16 stig.
September.
Kafþykkt þokuloft grúfði yfir 1.
september. Hiti náði þó 11 stigum.
Einmunablíða 2. og hiti fór í 18 stig.
Svalt að morgni 3. og héla hér á
hólnum. Þó sá ekki á kartöflugrösum.
Hlýir góðviðrisdagar 4.-10. Hámörk
hita 10-15 stig. Mikið rigndi 11. en
hlýtt, hiti náði 12 stigum. Mildir
haustdagar 12.-18. og hlýir, hita há-
mark 15 stig þann 14. Ónæði af roki
þann 19. en hlýtt, 10 stig. Haustblíðan
helst 20.-25. Hámarkshiti 14 stig þann
24. Aðfaranótt 26. gránaði í fjöll og
stórrigndi, hiti um hádag 5 stig. Aftur
góðviðri 27.-28., hiti komst í 7-8 stig.
Svalur, fagur 29., hiti 6 stig, sólskin og
logn lengi dags. Stafalogn og sólskin
að morgni 30. og frost 1 stig. Hiti 4
stig um hádaginn. Norðankul og
snjódrífa um kvöldið. Þannig kvaddi
þessi mildi september.
Október.
Gráhvít jörð, hitastig við frostmark
og éljagangur var fyrsta október.
Lognværð og sá til sólar 2. Frost 5 stig
um kvöldið. Hafratjörnin hemuð 3.
Snjóél. Skóvarpasnjór yfir allt mitt
nánasta umhverfi 4. Heimreiðin ófær
Tvöfaldur regnbogi og Blanda litar Húnafjörð.