Húnavaka - 01.05.2009, Page 193
191H Ú N A V A K A
litlum bílum. Frost 5 stig að morgni 5.
Hemið óhaggað á Hafratjörninni.
Sunnangola um kvöldið og hiti 3 stig.
Mildur haustdagur 6. Hiti komst í 8
stig. Snjó tók upp á láglendi. Mildur,
fagur dagur 7. Hiti komst í 10 stig.
Góðviðrisdagar 8.-15. Að morgni 10.
skráði ég „lognværð og regnvot stétt
hér úti. Hitahámark 12 stig“. Aðfara-
nótt 15. frysti aftur svo Hafratjörnin
hemaði á ný. Enn komu mildir dagar
16.-18. Meinleysisveður 19. en svalt.
Frost 5 stig að morgni, 2 stig að kvöldi.
Hríðargarg þann 20. og frost 4 stig
um hádaginn. Ég lokaði hjá hænsn-
unum. Sólskin og stillt um miðjan
daginn 21. Laxárvatn hemað. Frost 7
stig um kvöldið. Sólskin um miðjan
dag 22. en skóf snjó. Dró úr frosti, 1
stig um köldið. Hríðarveður, mylgraði
niður snjó lengst af degi 23. og vægt
frost, 0-1 stig. Aulaði niður bleytusnjó
24. Frost 4 stig þegar dimmdi og
hvessti af norðaustri. Hríðarveður
lengst af degi 25. Frost 4 stig að
morgni og 2 stig um kvöldið. Stillt og
bjart 26. Frost 3-4 stig. Norðaustangola
27. og frost 6 stig. Umbrotafæri á
minni gegningaleið og ég mátti moka
frá dyrum. Skaplegt veður 28., þó 11
stig frost og skóf, ég fylltist vetrarkvíða.
Dró úr frosti, um kvöldið þrjú stig.
Vetrarlegt út að líta 29.-30. en sá þó til
sólar. Frost 4-7 stig. Sunnan andvari
og komin þíða 31., hiti þrjú stig. Þó
komin væri aurbleyta á
Svínvetningabraut var afleggjarinn
hér uppá hólinn enn ófær.
Nóvember.
Suðvestan stormgarri að morgni 1.
nóvember, hiti 2 stig. Logn að kvöldi,
tveggja stiga frost. Ausandi regn að
morgni 2. og hiti komst í 7 stig. Nú tók
upp og skaflar gengu saman. Góðviðri
3. Ég leyfði hænsnum út. Segja mátti
hvern dag öðrum betri 4.-9. og
snjórinn hvarf af láglendi. Hænsnin
mín og aðrir nutu þess. Hiti komst í
5-6 stig. Síðdegis 9. fór ég suður til
Mosfellsbæjar. Það var sumarfæri alla
leið en hvasst undir Hafnarfjalli og á
Kjalarnesi. Fagur góðviðrisdagur í
Mosfellsbæ sá 10. Norðaustan
éljagangur norðan heiða. Autt og
góðviðri í „Mos“ þann 11. Gránaði í
rót 12.-13. þar syðra. Aulaði niður
slydduéljum 14. Hvítt út að líta 15.
Frost 5 stig um kvöldið. Hlýnandi 16.
og tók upp. Hiti 5 stig að kvöldi.
Góðviðri 17., autt á grundum
Reykjalundar. Hiti 7 stig að morgni
18. Alautt út að líta í Mosfellsbæ.
Veðurathuganir segja 4 stiga hita á
Blönduósi, 1 stig á Hveravöllum og
minnst 4,5 stig í Reykjavík um nóttina.
Ég talaði við Ingibjörgu í Sauðanesi.
Hiti 10 stig þar um miðjan daginn og
regn. Góðviðri og úrkomulítið 19.
Frost að morgni 20., gránaði síðdegis.
Vægt frost 21., stillt og gott veður.
Grátt í rót 22.-23., stillt og sólskin sem
dagur leyfði. Heim að Kagaðarhóli
fór ég 24. Frost 2 stig um morguninn.
Hiti 5 stig um kvöldið. Mildur
vetrardagur 25., hiti 4 stig. Mikið
hefur tekið upp. Frost 8 stig að morgni
26., sjö stig að kvöldi. Hríðarveður
27., frost 4-5 stig. Norðaustanvindur
og skóf. Norðaustankul 28. og frost 6
stig. Snjóél 29. og frost 6 stig.
Hríðarveður er dimmdi. Sunnangola
30., frost fór í 13 stig. Sá þó snöggvast
til sólar. En þannig er nú tíðarfar
oftast á þessum árstíma að ekki veit ég
nákvæmlega hvaða dag það er sem
sólin hættir að komast yfir Svína dals-
fjallið héðan að sjá. Frost 2 stig um
kvöldið. Suðvestanrok og slydduél.