Húnavaka - 01.05.2009, Page 204
H Ú N A V A K A 202
við hagstæðari skilyrði sunnar í álf-
unni. Öll umræða um að íslenskur
land búnaður fái svo háa styrki frá
ESB er byggð á mjög hæpnum for-
sendum. Styrkirnir verða aldrei hærri
heldur en þeir eru í dag og þeir styrk ir
duga okkur ekki til að keppa við
evrópskan landbúnað. Því skora ég á
bændur og hags munasamtök bænda
að beita sér af alefli gegn inn göngu í
ESB. Vernd um matvælalegt sjálfstæði
þjóðarinnar og tryggjum að hér búi
áfram stolt þjóð í góðu landi með
íslensk um landbúnaði.
Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri.
MS BLÖNDUÓSI 2008.
Innlögð mjólk.
Innlögð mjólk á árinu 2008 af
svæði MS Blönduósi var 4.234.217
lítrar og er það minnkun um 65.092
lítra frá árinu áður. Aðflutt mjólk og
undanrenna frá svæði MS Búðardals
var 3.673.510 lítrar af mjólk og 89.574
lítrar af undanrennu. Meðalfita í inn-
lagðri mjólk af svæði MS Blönduósi
var 4,14% og meðalprótein 3,36%.
Meðallíftala var 17 þ. pr. ml og
meðaltal frumutölu var 257 þ. pr. ml.
Innleggjendur voru 31 í árslok.
Eftirfarandi tíu innleggjendur lögðu
inn flesta lítra af mjólk á árinu.
Brúsi ehf. Brúsastöðum, ............ 337.021
Huppa ehf. Höskuldsstöðum ..... 311.288
Steinar og Linda Steinnýjarst.... 212.361
Auðólfsstaðabúið Auðólfsst. ....... 198.842
Baldvin Sveinsson, Tjörn .......... 194.026
Brynjólfur Friðrikss., Brandsst. .. 191.452
Páll Þórðarson, Sauðanesi ......... 181.723
Magnús Björnsson, Syðra-Hóli . 175.231
Magnús Sigurðsson, Hnjúki ...... 165.009
Steiná II ehf. Steiná II ............... 149.056
Tekin voru 1458 flokkunarsýni. Af
innlagðri mjólk fóru 99,47 % í fyrsta
flokk.
Helstu framleiðsluvörur.
LÍTRAR
Nýmjólk ....................... 5.383.136
Undanrenna ................. 229.035
KG
Smjör ............................ 59.668
Kryddsmjör .................. 8.964
Nýmjólkurduft .............. 137.600
Undanrennuduft ........... 83.775
Ungkálfaduft ................. 14.575
Rjómaostur ................... 201.085
Úrvalsmjólk 2008.
Auðólfsstaðabúið fékk viður kenn-
ingu fyrir úrvalsmjólk árið 2008.
Félagsmál.
Stjórn Félags kúabænda í A-Hún.
skipa: Magnús Sigurðsson Hnjúki, for-
maður, Gróa Lárusdóttir Brúsa-
stöðum, Jóhannes Torfason Torfa læk,
Jens Jónsson Brandaskarði og Linda
B. Ævarsdóttir Steinnýjarstöðum sem
kom inn í stjórn í stað Jóhanns Þ.
Bjarnasonar.
Aðrar fréttir.
Þann 31. desember 2008 var allri
starfsemi MS Blönduósi hætt, stjórn
kúabænda kom og kvaddi starfsfólk og
þakkaði fyrir störf í þágu mjólkur-
iðnaðarins í héraðinu.