Húnavaka - 01.05.2009, Page 206
H Ú N A V A K A 204
Innvegin mjólk.
Strandasýsla og
Vestur-Húnavatnssýsla ........ 268.900 ltr
Austur Húnavatnssýsla ........ 1.008.602 ltr
Framleiðsla.
Nýmjólkurduft .................... 20.822 kg
Undanrennuduft ................. 71.890 kg
Rjómi .................................. 29.114 ltr
Árið 1958 voru 305 mjólkurinn-
leggj endur. Samlag var stofnað á
Hvamms tanga 1959 og þá varð
Austur-Húnavatnssýsla eingöngu sam-
lagssvæðið. Tankvæðing hjá mjólkur-
innleggjendum varð árið 1974.
Árið 1968 voru innleggjendur 172,
innlegg 3,5 millj. lítra. Árið 1978 voru
100 innleggjendur með 4,9 millj. lítra.
Árið 1986 voru 80 innleggjendur,
með 4,2 millj. lítra. Árið 2003 voru
þeir 46 með 4,1 millj. lítra. Árið 2008,
31 innleggjandi með 4,2 millj. lítra.
Duft og viðbitsframleiðsla ein-
kenndi framleiðslu samlagsins ásamt
dagvöruframleiðslu. Byrjað var að
pakka mjólk í plastpoka 1965 og í
fernur 1982.
Árið 1999 var samlagið selt Mjólk-
ur samsölunni og þá var neyslu mjólk-
ur pökkun hætt. Fyrsti mjólk ur
sam lags stjóri á Blönduósi var Oddur
Magnússon og þeir sem lengst hafa
gegnt því starfi voru þeir Sveinn
Ellertsson og Páll Svavarsson. Kristó-
fer Sverrisson hefur unnið við samlagið
í mörg ár lengst af sem verkstjóri en
sem framleiðslustjóri og staðarhaldari
síðustu árin.
Margir starfsmenn hafa átt langan
starfsferill hjá fyrirtækinu en einnig
hafa þar mörg ungmenni stigið sín
fyrstu skref í atvinnulífinu. Mjólkur-
samlagið setti mark sitt á héraðið og
var fastur þáttur í tilveru bænda og
íbúa Blönduóss.
Gufubólstrarnir úr þurrmjólkur-
strompum samlagsins settu sinn svip á
bæinn, það var uppgufunin úr mjólk-
inni sem var verið að sjóða í þurr-
mjólkurduft.
Samlagið stendur að norðanverðu
við Blöndu en að sunnanverðu er
hótel ið og elsti þéttbýliskjarni Blöndu-
óss. Eitt sinn um miðja síðustu öld var
Ágúst Jónsson bílstjóri að taka á móti
farþegum við hótelið sem komu með
Norðurleið að sunnan og voru á leið
til vinnu við Síldar verksmiðjuna á
Skagaströnd. Þá spurði ein konan þeg-
ar hún sá bólstrana frá mjólkur-
samlaginu handan árinnar, „Nú er
líka bræðsla hér á Blönduósi?“ Þá
svaraði Ágúst: „Já, frú mín góð, hér
bræðum við mjólk allan ársins
hring.“
Saga mjólkursamlagsins er vörðuð
sögulegum og merkum þáttum í
héraði og utan þess og mun standast
tímans tönn.
(Heimild: Mjólkurpósturinn/
Páll Svavarsson.)
Kristófer Sverrisson.
Hvíti strókurinn úr þurrmjólkurvinnslunni
er hættur að sjást.