Húnavaka - 01.05.2009, Page 213
211H Ú N A V A K A
Norður landi. Þá var á
árinu gerður sam starfs-
samn ingur á milli
lögreglu liða á Norður-
landi um sérstaka sam-
vinnu í fíkniefnamálum.
Hefur hann gefið góða
raun og bætt stöðuna í
þess um málaflokki.
Sem og undanfarin
ár var unnið að um ferð-
ar verkefni sem unn ið er
sam kvæmt samn ingi
samgöngu ráðu neytis,
Vegagerðarinn ar, Um -
ferðar stofu og ríkis-
lögreglustjóra. Er þetta verkefni
allstórt í sniðum og fer í raun fram
þannig að á hverjum degi er ákveðn-
um tíma varið í umferðareftirlit og
beinist eftirlitið að svokölluðum svart-
blett um í vegakerfinu en svartblettir
eru staðir þar sem hafa orðið nokkur
umferðarslys.
Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn.
FRÁ GRUNNSKÓLANUM
Á BLÖNDUÓSI.
Það er gaman að segja frá því að
Grunnskólinn á Blönduósi er mennta-
stofnun þar sem fram fer nám á öllum
skólastigum. Leikskólinn kemur til
okkar í íþróttahúsið reglulega yfir vet-
urinn og sjá íþróttakennarar okkar
um kennsluna. Einnig kemur skóla-
hóp urinn í heimsókn í 1. bekk, fær
leiðsögn um skólann og sundkennslu.
Í ágúst, desember og maí fyllist skólinn
af framhaldsskólanemum og háskóla-
nemum sem þreyta próf hjá okkur og
má geta þess að nokkrir af þeim
nemendum útskrifuðust vorið 2008.
Nokkrir háskólanemar eru í fjarnámi
í skólanum og Farskólinn hefur verið
með nokkur námskeið. Það sem er þó
skemmtilegast að segja frá er að 16
nem endur úr 9. og 10. bekk útskrif-
uðust með samtals 88 framhaldsskóla-
einingar vorið 2008.
Eins og alltaf er nóg um að vera í
Grunnskólanum á Blönduósi, bæði á
vor- og haustdögum. Má þar nefna
íþróttadag skólans, sumarskemmtun,
aðventudag foreldrafélagsins, vorsýn-
ingu, útihátíð, litlu jólin, skreyting-
ardaginn, öskudaginn, grímuballið,
heimsóknir skálda, heim sóknir tón-
listar manna, leiksýningar, þorrablót,
o.fl. En um allt þetta og margt fleira
er hægt að lesa daglega á vef skólans
http://blonduskoli.is/ sem aðstoðar-
skóla stjórinn, hún Sigríður Bjarney
Aadnegard, hefur yfirumsjón með og
sér um að halda honum lifandi og
líflegum. Þar er einnig að finna gott
myndasafn úr starfi skólans.
Árshátíð Grunnskólans á Blönduósi
var haldin 22. febrúar í Félagsheimil-
inu á Blönduósi. Að venju var mikið
um dýrðir og heyrðist einhver segja að
leikslokum: „Þetta var besta árshátíð
ever”. Eins og alltaf eru það nemendur
8. – 10. bekkjar sem sjá nánast alfarið
sjálfir um framkvæmd og undirbúning
Hilmar Þór, Benjamín og Stefán í föðurhlutverki.