Húnavaka - 01.05.2009, Page 215
213H Ú N A V A K A
verður gaman að sjá hvernig til tekst
hjá okkur í framtíðinni í þessari
keppni.
Íþróttadagur grunnskólanna í
Húna þingi var haldinn hér hjá okkur
í mars. Þetta var í fyrsta skipti sem
Grunnskóli Húnaþings vestra tók þátt
í þessari keppni með okkur skólunum
í Austur-Húnavatnssýslu. Dagskráin
byrj aði á fjölbreyttri keppni í íþrótta-
húsinu. Þar var keppt í þrautaboð-
hlaupi, körfubolta, knattspyrnu, skák,
boccia og dodgeball. Matur var fram
reiddur á Pottinum og pönnunni og
þaðan voru síðan sætaferðir inn á
Hótel Blöndu. Þar gátu nemendur
valið um að dansa, tefla, spila og fleira
skemmtilegt. Dagurinn var í alla staði
mjög ánægjulegur og ekki spilltu úr slit
dagsins fyrir gleði okkar heima manna
því við sigruðum í heildarstigakeppn-
inni. Nemendur allra skólanna stóðu
sig vel og voru sér og skólum sínum til
sóma. Þátttakendur voru 160 og ekki
annað að sjá en að þeir skemmtu sér
konunglega.
Í byrjun apríl var lokahátíð Fram-
sagnarkeppni grunnskólanna í Húna-
þingi haldin í Húnavallaskóla. Árný
Dögg Kristjánsdóttir, Elín borg Telma
Ágústsdóttir og Hjálmar Sig-
urðs son voru okkar fulltrúar í
keppn inni að þessu sinni. Þau
stóðu sig öll mjög vel og endaði
Árný í þriðja sæti.
Kjördæmismót fyrir Norð-
urland vestra í skólaskák var
einnig haldið í Húna valla skóla í
byrjun apríl. Grunn skólinn á
Blönduósi átti þar sigur vegara í
eldri flokki, Kristin J. Snjólfsson
nemanda í 9. bekk, sem hafði
betur í öllum sínum skákum og
í þriðja sæti varð Guðbjartur
Sindri Vil hjálms son úr 8. bekk.
Við vorum einstaklega
heppin á vordögunum og veðrið lék
við okkur. Það var líka eins gott því
vordagar eru skipulagðir með það að
markmiði að skoða fjölbreytni mannlífs
og náttúru og besta leiðin til þess er að
fara út úr skólanum og skoða okkar
nánasta umhverfi. Við búum svo vel
að hafa það fjölbreytta náttúru í
kringum okkur að aldrei þarf um
langan veg að fara til að skoða eitthvað
fróðlegt og skemmtilegt.
1. - 3. bekkur fór í Gunn fríðar staða-
skóg að skoða tré og síðan yfir í
Skagafjörð að skoða Glaumbæ. Aðrir
vor dagar hjá þeim tengdust einn ig
trjám því nemendur öfluðu sér upp-
lýsinga um tré og trjárækt á margan
hátt og fengu m.a. að kurla tré,
gróðursetja og gefa áburð. Ef þið fáið
ykkur göngutúr um brekkurnar hér
umhverfis Blönduós þá skuluð þið
taka eftir öllum trjáplöntunum sem
eru að potast upp úr sinunni og hafa
stækkað ár frá ári. Allir bekkir, að 10.
bekk frátöldum, gróðursettu tré nú á
vordögum en við höfum á hverju ári í
u.þ.b. 15 ár fengið plöntur að gjöf frá
Yrkjusjóði Skógræktarfélags Ís lands
og hefur Páll Ingþór Krist insson ávallt
Lið skólans í Skólahreysti.