Húnavaka - 01.05.2009, Blaðsíða 221
219H Ú N A V A K A
bókaverðlauna við útskrift hlutu þær
Anný Mjöll Sigurðardóttir, Höskulds-
stöðum, fyrir góðan námsárangur í
íslensku, dönsku og stærðfræði og
Ingibjörg Jónína Finnsdóttir, Köldu kinn,
fyrir góðan námsárangur í ensku,
náttúrufræði og samfélagsfræði. Á
þessum skólaslitum var Helga Búa dóttir,
kennari, að ljúka löngum og farsælum
starfsferli við Húnavalla skóla og var hún
heiðruð sérstaklega af því tilefni. Helga
hefur lengstan starfsferil allra sem starfað
hafa við Húnavallaskóla, starfaði við
skólann nánast alla tíð frá árinu 1971 og
lengst af sem kennari.
Laxnes-fjöðrin.
Á skólaárinu 2006-2007 var Húna-
vallaskóli tilnefndur til úthlutunar á
Laxness-fjöðrinni af Grunnskólanum
á Þórshöfn á Langanesi. Til nánari
útskýringar skal frá því greint að í
Reykjanesbæ stendur listaverkið Lax-
ness-fjöðrin eftir Erling Jónsson mynd-
höggvara, mótuð í líkingu arnarfjaðrar.
Erlingur Jónsson, sem áður var
kennari í Keflavík en hefur um margra
ára skeið verið búsettur í Noregi,
hefur margoft sótt innblástur í verk
Halldórs Laxness. Hann gaf fjölda af
afsteypum af Laxness-fjöðrinni
sem hann ætlar ungu fólki sem
hefur sýnt góð tök á
móðurmálinu. Að frumkvæði
hans varð til hópur fólks sem
hefur tekið að sér að úthluta
fjöðrinni. Þrír fulltrúar hópsins
voru viðstaddir skólaslitin til að
úthluta þessari viðurkenningu
en það voru þau Vésteinn
Ólason, forstöðumaður Stofn-
unar Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum og þau
Birgir Guðnason og Sóley
Birgisdóttir fulltrúar Listasafns
Reykjanessbæjar. Þau Harpa
Birgisdóttir, Kornsá, nemandi í níunda
bekk og Hjörtur Magnússon, Steinnesi,
nemandi í áttunda bekk fengu
viðurkenningar fyrir vandaða
ritgerðasmíð. Húna vallaskóli sendi
síðan fjöðrina suður yfir heiðar og
tilnefndi Rimaskóla í Reykjavík fyrir
skólaárið 2008-2009.
Upphaf skóla haustið 2008.
Kennarar við Húnavallaskóla
mættu til vinnu að loknu sumarleyfi
15. ágúst. Formlegt skólastarf hófst
með skólasetningu mánudaginn 25.
ágúst. Alls hófu 70 nemendur nám í
skólanum. Fyrstu námsönninni lauk
mánudaginn 10. nóvember og ný
hófst með foreldravið tölum og eink-
unnaafhendingu þriðjudaginn 11.
nóvember.
Ýmislegt frá haustönn.
Jasssveitin Miriams Acoustic Group
kom og hélt tónleika í skólanum. Sveit
þessa skipa þrjár pólskar stúlkur sem
leika á fiðlu, trommur og píanó og
íslenskur piltur, Haraldur Ægir Guð-
mundsson, sem leikur á kontrabassa.
Einnig voru hér á ferð tríóið Guitar
Vorverkefni. Ljósm.: Kristín Jóna Sigurðardóttir.