Húnavaka - 01.05.2009, Page 225
223H Ú N A V A K A
lögðu félagskonur leið sína í Heimilis-
iðnaðarsafnið á Blönduósi þar sem
Elín Sigurðardóttir fór með okkur
kynnis ferð um safnið. Að því búnu var
haldið á Árbakkann í konudagskaffi.
Félagið stóð fyrir sumarskemmtun
á sumardaginn fyrsta ásamt Ung-
menna félagi Bólstaðarhlíðarhrepps í
Húnaveri. Þar var í boði bingó, tón list
í flutningi Svörtu sauðanna, útileikir
og kaffihlaðborð. Á sumarskemmtun-
inni afhenti formaðurinn, Erla Haf-
steinsdóttir, Húnaveri málverk frá
félag inu en Húnaver varð 50 ára
2007.
Félagskonur fóru með sumarblóm
á Héraðssjúkrahúsið en það er fastur
liður í starfinu. Félagskonur sóttu
heim boð Vökukvenna á Blönduósi og
var það bæði skemmtilegt og fræð-
andi.
Félagið hélt sitt árlega jólaball milli
jóla og nýárs. Í félaginu eru 15 konur.
Sigríður S. Þorleifsdóttir.
FRÁ HEIMILISIÐNAÐARSAFNINU.
Þrátt fyrir að rekstrarútgjöld safns-
ins hafi hækkað umtalsvert á milli ára
var afkoma safnsins þó eftir vænting-
um. Ber einkum að þakka góðum
styrkj um til sérverkefna sem gerðu
það að verkum að hægt var að bjóða
upp á mun meiri fjölbreytni í safninu.
Fjölmörg námskeið settu einkum
svip sinn á starfsemi safnsins fyrri
helm ing ársins. Námskeiðin voru í
ýmiss konar útsaumi, hekli og þjóð-
búningasaumi og þóttu takast vel.
Vetrarvinna safnsins tengist mest
heimsóknum skólabarna á ýmsum
skólastigum, aðstoð vegna heimilda-
öflunar nem enda á efri skólastigum,
skrán ingu og forvörslu safnmuna, auk
mótttöku ýmissa sérhópa.
Um hvítasunnuhelgina dvöldu
nemendur frá Út saums skóla Heim-
ilisiðnaðarfélags Íslands í safninu og
nýttu sér frjóa uppsprettu þess.
Sumarsýningu safnsins átti Snjó-
laug Guðmundsdóttir „Sóla“ sem
sýndi þæfð og ofin verk og nefndi hún
sýninguna „Af fingrum fram“. Var
hún opnuð á fyrsta opnunardegi
safnsins og er ánægjulegt hve heimafólk
tekur vel á móti listafólki en í þetta
sinn mættu yfir 100 manns á opn unar-
daginn.
Sumarstarfið var gott og stöðug
fjölg un safngesta. Í fyrsta sinn unnu
tvær stúlkur í safninu við leiðsögn en
einnig við tölvuskráningu safnmuna
Halldóru Bjarnadóttur í viðurkennt
skráningarkerfi.
Fjölmenni var á Safnadaginn og
Húna vöku en þá sýndu konur hand-
brögð fyrri tíma í tóvinnu, hannyrð-
um, vefnaði og saumi á þjóðbúningum
svo eitthvað sé nefnt.
Á haustdögum var haldið málþing
í tilefni af að liðin voru 135 ár frá
fæðingu Halldóru Bjarnadóttur. Flutt-
ir voru fimm fyrirlestrar sem fjölluðu
um líf og starf Halldóru og umbreyt-
ingu á hlutverki kvenna á Íslandi á
síð ustu öld. Í lokin fóru fram pall-
borðs umræður þar sem gestir tóku
þátt. Um það bil 70 manns sóttu
málþingið sem þótti takast sérlega vel.
Erindin má finna á heimasíðu safnsins
www.simnet.is/textile.
Hefð er komin á að lesið sé úr
nýútkomnum bókum á að ventu. Bæði
er um að ræða að höfundar sæki
okkur heim en einnig er heimafólk
fengið til upplestrar. Gestum er boðið
uppá heitt súkkulaði og smá kökur og
er margt um manninn á þessum
dögum.
Menningarráð Norður lands vestra