Húnavaka - 01.05.2009, Page 226
H Ú N A V A K A 224
veitti Heimilis iðnaðar safninu
fjóra styrki á síðast liðnu ári.
Styrkirnir voru til Sumar-
sýningar 2008, skráningar á
safnmunum Halldóru Bjarna-
dóttur í viðurkennt skráningar-
kerfi, til að halda málþing í
tilefni af 135 ára fæðingarafmæli
Halldóru Bjarna dóttur og að
síðustu til endurútgáfu á Vefn-
að arbók Halldóru Bjarna dótt-
ur. Öllum þessum verkefnum
er lokið ef frá er talin endur-
útgáfa Vefnaðarbókar innar
sem er í vinnslu og áætluð verk-
lok eru um mitt þetta ár.
Stöðugt fjölgar safnmunum
og oft er erfitt að meta hvaða
muni ber að varðveita. Vert er
að geta um góðar gjafir en á
árinu tók Heimilisiðnaðar-
safnið á móti kirkjumunum úr
gömlu Blönduósskirkju. Um er
að ræða alt ar isdúk, gegnskorna
söngtöflu og altar is klæði.
Þá gáfu börn Margrétar
Jak obs dótt ur Líndal frá Lækjar-
móti ein stak lega falleg sjöl og
hyrnur, hannaðar og unnar af
henni.
Einnig hefur Stefán Örn
Stefánsson, arkitekt afhent til
safnsins forláta kistu sem var í
eigu foreldra hans en mun hafa
verið í eigu móður Halldóru
Bjarnadóttur, Björgu Jóns -
dótt ur.
Að lokum, bréf, símtöl, tölvu-
póstur og persónuleg samtöl
safngesta við safnverði lúta
aðeins á einn veg, sem er hve
þetta safn sé fallegt, sérstakt og
upplifunin sterk. Margir tala
um flott asta safn á Íslandi. Það
er alveg ljóst að þessi stofnun
Listakonan Snjólaug Guðmundsdóttir, ræðir við gesti
við opnun Sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins.
Hjá henni stendur Elín S. Sigurðardóttir,
forstöðukona safnsins.
Á málþinginu. Jón Ísberg í ræðustól og Elín S.
Sigurðardóttir til hliðar.
Inga María Björnsdóttir, Blönduósi, Sólveig
Friðriksdóttir og tvö af barnabörnum hennar, þau
Alma og Atli frá Bólstaðarhlíð.