Húnavaka - 01.05.2009, Page 228
H Ú N A V A K A 226
Aðal steinn Sæbjörnsson Blönduósi,
Jón Gíslason Búrfelli og Valgeir Karls-
son Víkum.
Tölvukostur safnsins hefur nú verið
endurnýjaður og var ekki vanþörf á
til að varðveita sem best allt sem skráð
hefur verið undanfarin ár. Nú þegar
erfiðir tímar eru þá væri hentugt að
gleyma amstri daglegs lífs og heimsækja
safnið til að gleyma sér í alls konar
grúski, hvort heldur sem er að leita að
týndum ættingjum eða bara skoða
gömul gögn um liðna atburði.
Héraðsskjalasafn Austur-Húna-
vatnssýslu skiptist í þrjá meginhluta:
Skjalasafn, Myndasafn, Ættfræðisafn
Útgáfa.
Héraðsskjalasafnið hefur gefið út
tvö rit: Föðurtún, ljósprentun, í
samvinnu við Föðurtúnasjóð. Vorþeyr
og vébönd eftir Pétur Sigurðs son.
Þessar bækur, auk ritsins Héraðs-
stjórn í Húnaþingi eftir Braga Guð-
mundsson, eru til sölu og afgreiðslu í
safninu.
Þjónusta.
Safngestir geta fengið ljósritað úr
gögnum safnsins. Ekki hefur verið
tekið gjald fyrir þessa þjónustu en
vegna kostnaðar væri gott ef fólk sæi
sér fært að styrkja safnið með ljós rit-
unar pappír.
Ættfræðisafn.
Aðstaða er á safninu til ætt fræði-
iðkunar. Þar má m.a. finna eftirfar-
andi rit: Niðjatöl, Stéttatöl, Manntöl
og Kirkjubækur (m.a. á örfilmum)
Einnig eru þar bækur um héraðs-
sögu og aðrar handbækur sem nýtast
vel við ættfræðirannsóknir.
Einnig hefur verið eitthvað um
milli safnalán, veittar upplýsingar og
beðið um eitt og annað frá öðrum
söfnum eftir þörfum. Þá er hægt að fá
skannaðar myndir og sendar í tölvu-
pósti ef þörf er á.
Heimsóknir á skjalasafnið hafa
verið 119 á þessu ári sem er nokkuð
gott en alltaf er hægt að bæta við.
Reynt hefur verið eftir fremsta megni
að verða við öllum fyrirspurnum,
bæði í formi símhringinga og tölvu-
pósta. Keyptar hafa verið nokkrar
bækur en einnig hafa safninu verið
gefin eintök.
Að þessu sinni hafa 24 aðilar afhent
gögn til safnsins og er það veruleg
aukning frá fyrra ári. Eftirtaldir færðu
safninu skjöl og myndir árið 2008:
Páll Svavarsson, Reykjavík.
Ágúst Þór Bragason, Blönduósi.
Ingibjörg Karlsdóttir, Blönduósi.
Alda Friðgeirsdóttir, Blönduósi.
Sveinn Sveinsson, Tjörn.
Valgarður Hilmarsson, Blönduósi.
Knútur Berndsen, Blönduósi.
Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Blönduósi.
Jón B. Bjarnason, Ási Vatnsdal.
Skarphéðinn H. Einarsson, Blönduósi.
Sigrún Einarsdóttir, Reykjavík.
Ásgerður Pálsdóttir, Geitaskarði.
Héraðsbókasafn A-Hún., Blönduósi.
Elín Jónsdóttir, Blönduósi.
Þórunn Guðmundsdóttir.
Aðalbjörg Ingvarsdóttir, Blönduósi.
Gunnlaugur Sigmarsson, Skagaströnd.
Hjálmfríður Kristinsdóttir/Páll
Kristinsson, Reykjavík.
Halldór Guðmundsson, Holti.
Héraðsskjalasafn Kópavogs.
Krákur ehf., Blönduósi.
Anna Hinriksdóttir, Reykjavík.
Kolfinna Bjarnadóttir, Reykjavík.
Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík.
Svala Runólfsdóttir, héraðsskjalavörður.